-
-
2.227 m
2.028 m
0
4,3
8,5
17,02 km

Skoðað 1009sinnum, niðurhalað 21 sinni

nálægt Las Llanadas, Canarias (España)

Genginn var grófur malarstígur í yfir 2000 m hæð frá El Portillo til Parador Nacional de las Canadas del Teide .Nokkuð löng leið í gíg aðal eldfjallsins og Pico del Teide (3718m) skoðaður frá mörgum hliðum, síbreytilegur. Gígbrúnir, hraun, gigar og hlaðnar tóftir í augsýn. Lítill gróður. Mættum mennskum hlaupurum við æfingar. Gengum í lokin út úr gígnum, rétt framhjá næsthæsta fjalli Tenerife, Montana Guajara (2718 m), niður í ferðamiðstöð, eins konar Þórsmerkurskála. Rúsínan í pylsuendanum voru sérkennilegir klettar þar rétt hjá, Roches de Garcia.

Athugasemdir

    You can or this trail