Niðurhal

Fjarlægð

7,57 km

Heildar hækkun

319 m

Tæknilegir erfiðleikar

Miðlungs

Lækkun

319 m

Hám. hækkun

324 m

Trailrank

36 4,3

Lágm. hækkun

31 m

Tegund leiðar

Hringur
 • Mynd af Tröllkonustígur í Valþjófsstaðafjalli
 • Mynd af Tröllkonustígur í Valþjófsstaðafjalli
 • Mynd af Tröllkonustígur í Valþjófsstaðafjalli
 • Mynd af Tröllkonustígur í Valþjófsstaðafjalli
 • Mynd af Tröllkonustígur í Valþjófsstaðafjalli
 • Mynd af Tröllkonustígur í Valþjófsstaðafjalli

Tími

3 klukkustundir 7 mínútur

Hnit

956

Hlaðið upp

22. febrúar 2013

Tekið upp

febrúar 2013
 • Einkunn

   
 • Upplýsingar

   
 • Auðvelt að fylgja

   
 • Landslag

   

Rakning í Beinni

Deildu staðsetningu þinni með vinum og ástvinum meðan á hreyfingu stendur.

Sækja Wikiloc Premium Uppfæra til að fjarlægja auglýsingar
Rakning í Beinni Rakning í Beinni
Vertu fyrst/ur til að klappa
1 athugasemd
 
Deila
-
-
324 m
31 m
7,57 km

Skoðað 3313sinnum, niðurhalað 36 sinni

nálægt Valþjófsstaður, Austurland (Lýðveldið Ísland)

LEIÐARLÝSING. Tröllkonustígur við Végarð er í 41 km. aksturleið frá Egilsstöðum. Ekið er um þjóðveg 1 frá Egilsstöðum áleiðis til Hallormsstaðar. Beygt til hægri yfir Grímsárbrú eftir Upphéraðsvegi (931) og ekið í gegnum Hallormsstað og áfram yfir brúna yfir Jökulsá (við botn Lagarfljóts). Beygt er til vinstri á næstu gatnamótum, ekið framhjá Skriðuklaustri og inn í Végarð. Göngubyrjun er á tjaldstæði við Végarð ( N65° 01.561 - W14° 58.334) við suðurenda Tröllkonustígs. Gengið er upp greinilegan berggang (Tröllkonustíg) sem skásker hlíðina frá suðri, upp fjallið í norður. Gengið er upp í um 300 m. hæð (N65° 02.094 - W14° 58.338), þaðan er stefnan tekin í n.n.a átt, út gamla slóð á Lynghjalla sem er gróinn klettahjalli, í áttina að Bessastaðaárgili. Þegar komið er út undir gilið (N65° 03.126 - W14° 57.482) er sveigt t.h. og gengið að mestu niður eftir greinilegum slóða (raflína í jörðu) niður að þremur vörðum á klettahjalla fyrir neðan. Gengið er áfram með rafmagnsgirðingu, inn fjallið. Fylgið girðingunni og farið varlega niður klettana rétt innan við, þar sem girðingin liggur niður klettana. Fylgið síðan skógargirðingunni niður að Skriðuklaustri. Þar er príla yfir girðinguna við veginn og þaðan er gengið áfram inn í Végarð, reiðvegur er fyrir neðan veginn. Tilvalið er að stytta gönguna um rúmlega 2 km. með því að klára gönguna við Skriðuklaustur og einn úr fjölskyldunni fer og sækir bílinn í Végarð. Athugið að hægt er að ganga út að Bessastaðaárgili upp í fjallinu (N65° 03.126 - W14° 57.482) í stað þess að sveigja niður að Skriðuklaustri, ganga svo niður með gilinu sem er mikilfengleg og fögur náttúrusmíð og niður að Melarétt. Fara skal varlega við djúpt og bratt gilið .

1 athugasemd

 • DenniKarlsson 7. ágú. 2019

  Ég hef fylgt þessari leið  Skoða meira

  Really nice trail. Great views over the beautiful valley and the Bessastaðaárgljúfur canyon.

Þú getur eða þessa leið