Niðurhal
Toppfarar

Fjarlægð

2,41 km

Heildar hækkun

89 m

Tæknilegir erfiðleikar

Auðvelt

Lækkun

89 m

Hám. hækkun

248 m

Trailrank

17

Lágm. hækkun

145 m

Tegund leiðar

Hringur
  • Mynd af Úlfljótsvatnsfjall létt leið frá malarvegi 081120
  • Mynd af Úlfljótsvatnsfjall létt leið frá malarvegi 081120

Tími

31 mínútur

Hnit

131

Hlaðið upp

8. nóvember 2020

Tekið upp

nóvember 2020

Leiðsögn úti í náttúrunni

Fylgdu milljónum útisvistarleiða í snjallsímanum. Jafnvel án nettengingar!

Sækja Wikiloc Premium Uppfæra til að fjarlægja auglýsingar
Leiðsögn úti í náttúrunni Leiðsögn úti í náttúrunni
Vertu fyrst/ur til að klappa
Deila
-
-
248 m
145 m
2,41 km

Skoðað 126sinnum, niðurhalað 4 sinni

nálægt Hveragerði, Suðurland (Ísland)

Leiðbeiningarleið fyrir klúbbmeðlimi sem vilja taka eigin æfingu á þetta fjall í viku 46 árið 2020 þar sem Covid-19 samkomutakmarkanir hindra að þjálfara geti boðið upp á hefðbundna þriðjudagsæfingu þessar vikurnar. Þetta er eitt af Þingvallafjöllunum 49 sem fjallgönguklúbburinn safnar árið 2020 og verður því miður farin hver á sínum vegum en ekki sem hópferð.

Þessi slóð er því fulltrúi Toppfaraferðarinnar á Úlfljótsvatnsfjall í Þingvallaáskoruninni. Í viku 46 er Úlfarsfell öðruvísi eða tímamæling í raun æfing vikunnar - en þjálfarar vildu gefa klúbbmeðlimum frekari áskorun þar sem margir hafa tíma núna í miðri viku og um helgar og þessi ganga er hugsuð sem dagsferð í dagsbirtu í góðu veðri og menn eru hvattir til að fara stærri hring en þjálfarar gera hér.

Fólksbílafært er upp nýlega uppgerðan malarslóða frá Þingvallaveginum og best er að leggja bílunum við Grafningsréttina en þessi gps-slóði byrjar aðeins ofar af veginum NB.

Við fórum ekki lengri göngu á fjallið þar sem við ætluðum líka að fara könnunarleiðangur á Dagmálafellið þennan dag, en féllum frá því þar sem okkur þótti það ekki passa inn í þingvallaáskorunina, það er of innarlega og of mikil heiði til að vera gilt. Ef einhver skyldi vilja ganga á Dagmálafell þá er aðkoma á bíl að því felli ekki möguleg nema frá Grafningsrétt, aðrir vegaslóðar eru lokaðir öðrum en heimamönnum NB.

Athugasemdir

    Þú getur eða þessa leið