-
-
51 m
30 m
0
0,4
0,8
1,68 km

Skoðað 1446sinnum, niðurhalað 11 sinni

nálægt Vallanes, Austurland (Lýðveldið Ísland)

LEIÐARLÝSING. Vallanes er í u.þ.b. 15 mínútna akstursleið frá Egilsstöðum á leið til Hallormsstaðar. Beygt er í norður af aðalveginum í átt að Iðavöllum (af þjóðvegi 1 inná Upphéraðsveg nr. 931). Gin Ormsins (N65°11.334 - W14°32.447) er á hægri hönd u.þ.b. 100 metrum eftir að komið er yfir trébrúna á afleggjaranum í Vallanes. Það er engu líkara en sjálfur Lagarfljótsormurinn sé kominn á þurrt land þar sem hann hlykkjast undir Hrafnaklettum, í elsta skógarreitnum í Vallanesi frá 1989. Á stígunum eru margir stuttir og spennandi hliðarstígar (flóttaleiðir) sem er hluti af leiknum. Í miðju er ,,augað “,svæði með bekkjum og góðri aðstöðu fyrir fjölskylduna til að matast. Ábúendur í Vallanesi bjóða ykkur að ganga Ormsstíginn og vona að þið njótið gönguferðar í skjóli trjánna.Leiðin er rúmlega 1 1/2 km. ef farnir eru allir hliðarstígar/ flóttaleiðir. Fjölskyldan ákveður sjálf hvaða leiðir hún fer í Orminum og hve langan tíma hún vill njóta í þessum ævintýraheimi.

Athugasemdir

    You can or this trail