hrolfur93
44 1 18

Tími  2 dagar 22 klukkustundir 20 mínútur

Hnit 16451

Uploaded 23. febrúar 2021

Recorded júní 2020

-
-
939 m
51 m
0
37
73
146,16 km

Skoðað 17sinnum, niðurhalað 1 sinni

nálægt Reykholt, Vesturland (Ísland)

Hin klassíska Vatnaleið (gengin í vestur frá Hreðavatni að Hlíðarvatni) með framlengingu áleiðis út Snæfellsnesið.

Ferillinn er pínu skrýtinn á köflum því ég trackaði hann með úrið í energy saver mode. Hann sýnir samt leiðina nokkuð vel í meginatriðum þó kílómetrafjöldanum sé ofgert. Raunveruleg lengd er rétt tæplega 100km.

Við héldum svo áfram áleiðis út Snæfellsnesið í gegn um Ljósufjöll að Hraunsfjarðarvatni. Upphaflega planið var að fara alla leið út Snæfellsnes, en veður og skyggni settu strik í reikninginn rétt norðan við Ölkeldu. Sá síðasti spölur er hins vegar ekki hér inni, enda ekki beint til útflutnings.
Tjaldsvæði

Pláss fyrir nokkur tjöld

Rennandi vatn og sæmilega skjólsælt. Varist lúsmý.
Tjaldsvæði

Tjaldstæði

Frábær aðstaða fyrir stærri hópa, og tiltölulega skjólsælt.
Sæluhús

Aðstaða við Langavatn

Nóg pláss fyrir stærri hópa.
Tjaldsvæði

Tjaldstæði

Hér væri hægt að tjalda ef nauðsyn krefur, en ég kann betur við að mæla með því að tjalda við Hallkelsstaðahlíð.
Tjaldsvæði

Tjaldstæði

Eitt af fjölmörgum mögulegum tjaldstæðum í Þórarinsdal. Fallegt svæði undir Smjörhnúk.
Tjaldsvæði

Tjaldstæði

Tjölduðum í gömlum árfarvegi. Endalaust pláss, en kalda loftið leitaði í lægðina um nóttina.
Tjaldsvæði

Tjaldstæði

Rennandi vatn og nóg pláss fyrir tjöld. Ef farið er snemma um sumar myndi ég samt ekki tjalda hérna út af lúsmýinu í námunda við vatnið.
Sæluhús

Skálasvæði

Skálinn í Hítardal. Mikið pláss en talsverð umferð. Klósett með rennandi vatni, það fyrsta á leiðinni.
Tjaldsvæði

Leit að tjaldstæði

Hér má að mestu hunsa GPS ferilinn því við slepptum því að tjalda við vatnið og á þessum tímapunkti vorum við að leita að plássi fyrir tvö tjöld. Það fannst að lokum en ég myndi ekki mæla með því nema mögulega fyrir útsýnið.
Toppur

Möguleiki á tindi

Ef skyggni er gott er hægt að toppa Geirhnúk með smá auka krók. Leiðin segir sig nokkur veginn sjálf.
Áhætta

Mýri

Þetta svæði er blautt og erfitt yfirferðar. Mæli frekar með að taka veginn norðan við ferilinn minn.
Áhætta

Vafasamt leiðarval

Vesen undir Vatnafelli. Stígurinn verður fljótlega að engu og töluverð hætta á grjóthruni að ofan. Þessi leið er reyndar miklu fallegri, en ég hugsa að það væri betra að fara suðaustan við fjallið.
Tjaldsvæði

Tjaldstæði og vatn

Hér er hægt að tjalda, og ná í vatn. Sé haldið áfram í austur er gott að taka nóg að vatni til að endast yfir Ljósufjöll.
Tjaldsvæði

Tjaldstæði og baðhylur

Frábært svæði og pláss fyrir kannski 4 tjöld. Lítið gljúfur og baðhylur fyrir innan.
Tjaldsvæði

Pláss fyrir nokkur tjöld

Betra tjaldstæði en það sem við völdum. Rennandi vatn, símasamband og betra útsýni.
Á

Vöð

Hér eru tvö vöð með stuttu millibili. Áin nær sirka meter niður þar sem hún er dýpst og sést vel til botns allan tímann. Við tveir þurftum ekki að keðja okkur saman, en léttari einstaklingar ættu kannski að íhuga það því áin er lúmskt starumhörð.
Tjaldsvæði

Tjaldstæði

Tjölduðum hérna. Frábært útsýni en frekar opið svæði sem er ábyggilega skelfilegt að tjalda á í austan/vestanátt. Ef haldið er áfram í vestur héðan er gott að hafa það í huga að fram að næsta punkti er lítið sem ekkert rennandi vatn (Ef farið er um Ljósufjöll)
Tjaldsvæði

Hallkelsstaðahlíð

Alvöru tjaldstæði með aðstöðu. Upphafs/endapunktur hinnar eiginlegu Vatnaleiðar.

Athugasemdir

    You can or this trail