Vertu fyrst/ur til að klappa
Skoðað 654sinnum, niðurhalað 3 sinni
nálægt Álafoss, Höfuðborgarsvæði (Lýðveldið Ísland)
Gengið á Vífilsfell sunnudaginn 21. október 2012. Bílnum lagt í námunni norðan við Vífilsfellið. Gengið upp troðna slóð, fyrst í skriðu sem er föst fyrir. Slóðinn liggur svo yfir sléttu áður en gengið er upp síðasta spölinn á móbergsklöppum. Klappirnar geta verið varasamar í hálku. Smá klöngur er upp síðasta kaflann.
Útsýni mjög gott yfir höfuðborgarsvæðið, Esju, Botnsúlur, upp á Þórisjökul, Skjaldbreið, Hlöðufell, Hengil, Hellisheiði og niður á Suðurland.
Uppgöngutími ca 1 klst.
Athugasemdir