← Hluti af Elbrus, hæsti tindur Evrópu, 5.642 m. 8. - 12. ágúst 2013.

 
-
-
2.514 m
1.761 m
0
4,4
8,8
17,6 km

Skoðað 891sinnum, niðurhalað 9 sinni

nálægt El’brus, Кабардино-Балкария (Россия)

Eftir ansi langt flug til Mineralnye Vody, bið á flugvöllum, næturflug og síðan töluvert langa rútuferð vorum við loksins komin í Baksan dalinn til Terskol þar sem við komum okkur fyrir á einföldu hóteli. Fyrsta gangan í undirhlíðum Elbrus var svo daginn eftir eða fyrsti dagur í hæðaraðlögun, 8. ágúst. Ókum fyrsta spölinn inn Iryk Chat dalinn þar sem okkur fannst þorpið ansi hrörlegt, sumar vistarverurnar í mesta lagi útihús að okkar mælikvarða. Fyrstu 350 m voru nokkuð á fótinn en síðan meira aðlagandi inn Iryk dalinn þar sem við gengum eftir nokkurs konar kindaslóða. Þarna varð töluvert af nautgripum og kúm á vegi okkar. Prýðilegt veður, hlýtt og skýjað að mestu. Öll fundum við hvað við vorum lúin eftir ferðalagið. Um miðjan daginn gegnum við fram á sel sem er enn í notkun, afar einfaldur kofi með segldúk yfir þakinu en þarna dvelur fólk allt sumarið. Mættum nú ekki mörgum á göngu okkar en nokkrum sem ætluðu á austur hnúk Elsbrus og fara því þessa leiðina. Innst í dalnum var nestispása þar sem við sáum vel brattann skriðjökulinn og rétt á meðan að við vorum þarna birti til og við sáum austur hnúkinn nokkuð vel. Sama leið gengin tilbaka og haldið í gistingu til hvíldar.

Athugasemdir

    You can or this trail