← Hluti af Elbrus, hæsti tindur Evrópu, 5.642 m. 8. - 12. ágúst 2013.

 
-
-
4.074 m
3.656 m
0
0,5
1,1
2,12 km

Skoðað 337sinnum, niðurhalað 3 sinni

nálægt Terskol, Кабардино-Балкария (Россия)

Þá var ævintýrið að hefjast fyrir alvöru. Fórum snemma á fætur og síðan haldið ti lTerskol með allt dótið, sem sagt ekki bara dótið okkar heldur allan matinn sem við þurftum fyrir dagana á fjallinu og kokkurinn "okkar", Masha Maria bættist einnig í hópinn. Hlóðum öllu dótinu í kláfinn og það voru sko margar ferðir (enda allir fljótt móðir og ekki hægt að bera of mikið í einu). Þetta var líka rétt að byrja, því við tókum 2 kláfa og síðan 1 sæta stólalyftu upp í Tunnubúðir í 3.750 m hæð. Þar þurftum við að fara okkur hægt með farangurinn, enda farin að finna enn meira fyrir hæðinni. Allt dótið sett í snjótroðara og síðan gengið í Mustafar skála. Veðrið alveg geggjað, heiðskýrt og útsýnið á tindinn alveg stórkostleg. Litlir skálar með 2 herbergjum hver í búðunum, 6 manns í hverju herbergi og veitingaskáli sér. Hvíld og hæðaraðlögun en ekki æskilegt að leggja sig.

Athugasemdir

    You can or this trail