← Hluti af Elbrus, hæsti tindur Evrópu, 5.642 m. 8. - 12. ágúst 2013.

 
-
-
4.723 m
4.024 m
0
1,2
2,4
4,74 km

Skoðað 499sinnum, niðurhalað 4 sinni

nálægt Terskol, Кабардино-Балкария (Россия)

Morgunverður snemma og þennan morgun fundum við verulega fyrir hæðinni. Tveir í hópnum með höfuðverk og á leiðinni upp í göngu dagsins urðum við ansi móð, þó hægt væri farið. Stórkostlegt veður og útsýnið eiginlega ólýsanlegt! Þvílík fjöll! Mikið notað af sólarvörn þennan dag, hatt á höfuðið o.s.frv. Gengið af stað í 4.080 m hæð. Stoppuðum 2x lengi á leiðinni upp, sérstaklega í 4.700 m hæð. Þegar að aftur var komið í skála var fundað um toppadaginn og þarna um kvöldið var einn í hópnum orðinn fárveikur af hæðarveiki og ekki ljóst hvort viðkomandi gæti lagt af stað daginn eftir (sem fór samt vel, sem betur fer).

Athugasemdir

    You can or this trail