← Hluti af Elbrus, hæsti tindur Evrópu, 5.642 m. 8. - 12. ágúst 2013.

 
Niðurhal

Fjarlægð

8,54 km

Heildar hækkun

679 m

Tæknilegir erfiðleikar

Mjög erfitt

Lækkun

1.510 m

Hám. hækkun

5.649 m

Trailrank

32

Lágm. hækkun

4.091 m

Tegund leiðar

Ein leið
  • Mynd af Elbrus. D5. Toppadagurinn, 5.642 m. / 12. ágúst 2013.
  • Mynd af Elbrus. D5. Toppadagurinn, 5.642 m. / 12. ágúst 2013.
  • Mynd af Elbrus. D5. Toppadagurinn, 5.642 m. / 12. ágúst 2013.
  • Mynd af Elbrus. D5. Toppadagurinn, 5.642 m. / 12. ágúst 2013.
  • Mynd af Elbrus. D5. Toppadagurinn, 5.642 m. / 12. ágúst 2013.
  • Mynd af Elbrus. D5. Toppadagurinn, 5.642 m. / 12. ágúst 2013.

Tími

10 klukkustundir 46 mínútur

Hnit

2853

Hlaðið upp

1. september 2015

Tekið upp

ágúst 2013

Veðurspá

Frábær vísbending til að hjálpa þér að velja útivistarbúnað og fatnað!

Sækja Wikiloc Premium Uppfæra til að fjarlægja auglýsingar
Veðurspá Veðurspá
Vertu fyrst/ur til að klappa
Deila
-
-
5.649 m
4.091 m
8,54 km

Skoðað 1538sinnum, niðurhalað 29 sinni

nálægt Terskol, Кабардино-Балкария (Россия)

Toppadagurinn ógleymanlegi og sem betur fer gátu allir farið með. Höfðum farið að sofa strax eftir kvöldmat kvöldið áður og nú var vaknað kl. 01:30. Morgunverður kl. 02:00 og brottför kl. 03:00 með snjóbílum í 10 mín. Gola, -10°C og stjörnubjart. Gengum af stað kl. 03:30. Rauð rák fór að birtast á himni kl. 05:20, sólin að koma upp sem er ógleymanleg sjón og ekki síst þegar að við sáum skuggann af fjallinu. Alveg klárlega einn af hápunktum ferðarinnar. Það var óneytanlega ansi kalt þarna um nóttina og þrátt fyrir alstífa skó og sérstaka jöklasokka var flestum eitthvað kalt á fótum. Urðum að vera í vindheldum vettlingum, föðurlandi og margir í regnbuxum út af loftkælingunni. Allt gekk vel en sumir voru farnir að finna verulega fyrir hæðarveiki á Söðlinum. Komum á toppinn kl. 10:00 - 10:30 (aðeins mismunandi hvenær fólk kom á toppinn). Fengum ólýsanlegt útsýni af toppnum, svo stórkostlegt að það lifir fyrst og fremst í minningunni. Mikið tekið af myndum á toppnum og stoppað þar nokkuð lengi, enda ekki á hverjum degi sem staðið ber á hæsta tindi Evrópu. Fyrst og fremst mikil gleði yfir því að allir í hópnum skyldu komast upp, en þess má geta að aldrei áður hafa eins margar íslenskar konur staðið samtímis á hæsta tindi Evrópu. Á leið niður var tekin góð pása í Söðlinum og síðan teygðist á hópnum, enda fólk mis lengi að jafna sig aðeins á hæðinni. Komum niður kl. 14:15 - 15:15, snæddum miðdegisverð og síðan gátum við lagt okkur fram að kvöldmat. Sváfum ansi vel eftir þennan ævintýralega dag, en þarna um nóttina var snjókoma, þrumur og eldingar. Flestir vöknuðu snemma þann 13. ágúst og síðan gengu sumir niður í Tunnubúðir á meðan að aðrir fóru með snjóbílnum. Haldið niður með lyftu og kláfum og aftur á hótelið þar sem við komumst í langþráða sturtu. Ekið daginn eftir, 14. ágúst, til Piatigorsk þar sem við gistum síðustu nóttina í Rússlandi. Gaman að skoða sig um í borginni og ekki síst að sjá niðurtalninguna að vetrarólympíuleikunum á aðaltorgi bæjarins.

Niðurstaða.
Ógleymanlegt að standa á tindi Elbrus í svona veðri og útsýni eins og við fengum, en við vorum eins heppin og hægt er að verða.
Ferðin hefði alveg klárlega þurft að vera a.m.k. 1 degi lengri hvað hæðaraðlögun varðar. Allir voru sammála um það.
Ansi flókið að pakka, þar sem við þurftum að taka allan útbúnað með okkur, ísexi, brodda, belti, alstífa skó, stóran bakpoka, vetrarfatnað, orku (það fæst lítið af slíku þarna) og margt fleira. Það tók því langan tíma að vigta allt og pakka, setja upp í excel skjal og pæla nákvæmlega út hvernig við gætum náð öllu með okkur sem þurfti, en farangurinn mátti ekki vera þyngri samtals 20 kg.

Athugasemdir

    Þú getur eða þessa leið