Skoðað 429sinnum, niðurhalað 11 sinni
nálægt Hveragerði, Suðurland (Ísland)
Þriðjudagsæfing. Þingvallafjöll nr. 19 og 20 árið 2020.
Brött fjöll en færar leiðir sem við fundum á þau bæði og uppgönguleiðin á Hátind er fær öllum. Ekki er fær leið alla leið á efsta tind á Jórutindi en þó hægt að fara langleiðina upp eins og við gerum hér (fara á bak við / vestan við og upp mjög bratta hlíð). Fótfrár og mjög öruggur göngumaður gæti hugsanlega klöngrast hrygginn á hæsta Jórutind, einn úr okkar hópi gerði það í annarri af fyrri ferðum okkar á þessa tinda, en hann þurfti þó að klöngrast eitthvað neðan við hrygginn og fallhættan er talsverð.
Ferðasaga hér: http://www.fjallgongur.is/aefingar/52_aefingar_april_juni_2020.htm
Athugasemdir