Niðurhal

Fjarlægð

13,38 km

Heildar hækkun

688 m

Tæknilegir erfiðleikar

Erfitt

Lækkun

688 m

Max elevation

1.259 m

Trailrank

33

Min elevation

610 m

Trail type

Loop
  • Mynd af Hungurfit, Sindri, Ásgrindur og Blesárjökull. 28. ágúst 2015
  • Mynd af Hungurfit, Sindri, Ásgrindur og Blesárjökull. 28. ágúst 2015
  • Mynd af Hungurfit, Sindri, Ásgrindur og Blesárjökull. 28. ágúst 2015
  • Mynd af Hungurfit, Sindri, Ásgrindur og Blesárjökull. 28. ágúst 2015
  • Mynd af Hungurfit, Sindri, Ásgrindur og Blesárjökull. 28. ágúst 2015

Tími

7 klukkustundir 32 mínútur

Hnit

1939

Uploaded

30. ágúst 2015

Recorded

ágúst 2015
Be the first to clap
Share
-
-
1.259 m
610 m
13,38 km

Skoðað 1511sinnum, niðurhalað 26 sinni

nálægt Skogar, Suðurland (Lýðveldið Ísland)

Haustganga HH. 16 manna gönguhópur sem lagði í hann snemma morguns frá Hungurfitum. Gengum upp hrygg sem sést vel út um gluggann í Hungurfitum, en var búin að velta mikið fyrir mér hvort það hefði borgað sig að ganga yfir Mófellið. Ef það er nánast enginn snjór á svæðinu myndi jafnvel borga sig að ganga yfir Mófellið, en það er töluvert meiri hækkun þarna í upphafi dags. Gengum upp myndarlegan skafl á öxlina fyrir neðan Blesárjökul og áfram upp á hrygg sem tengist Sindra. Þarna fengum við flott útsýni yfir næsta nágrenni, m.a. yfir Laugaveginn og Mýrdalsjökul. Sáum niður að Krók, Faxa og allt svæðið við Hungurfit og Sultarfit. Nokkuð kalt veður þennan dag, en fyrst og fremst loftkæling þar sem það var nokkur næðingur. Annars prýðilegt skyggni nema smá þokuslæðingur alveg efst á toppnum. Sáum þarna niður á myndarlegan skriðjökul sem fellur frá Tindfjallajökli, en hryggurinn sem við stóðum á er í rauninni á milli Tindfjallajökuls og Blesárjökuls sem hverfur nú líklega á næstu árum. Gengum áfram að glæsilegan rauðan gýginn, Sindra, í 1.272 m hæð. Eftir gýgnum og síðan yfir að Ásgrindum. Fórum á fyrsta tind Ásgrinda, en ekki áfram á þann hæsta þar sem það komu sterkar vindkviður og ekki óhætt að taka áhættu, því það er myndarlegt hengiflug niður og þarf ekki að spyrja að leikslokum ef eitthvað myndi gerast. Tókum stefnuna þvert yfir Blesárjökul að litlum skriðjökli sem eitt sinn hefur fallið myndarlega niður í stórfenglegt gil, en þessi skriðjökull er nú orðinn svipur hjá sjón. Var í ár alveg þakinn snjó, en í fyrra sást vel í bláan jökulinn falla fyrsta spölinn þarna niður. Gengið niður hrygg og síðan færðum við okkur niður í gilið þar sem áfram var hægt að ganga á snjó niður á sléttlendi, sem er óvenjulegt á þessum árstíma. Ekkert mál að ganga alla leið niður hrygginn, ef göngumenn eru ekki lofthræddir. Greið og þægileg leið gengin í skálan í Hungurfitum. Flott dagsganga frá Hungurfitum en einungis fyrir vana göngumenn.

Athugasemdir

    You can or this trail