-
-
1.157 m
588 m
0
4,8
9,5
19,06 km

Skoðað 2326sinnum, niðurhalað 22 sinni

nálægt Skogar, Suðurland (Lýðveldið Ísland)

Haustganga HH. Gistum í Hungurfitjum og ókum að Laufafelli (tekur rétt um 30 mín). 17 manns. Gengum af stað rétt rúmlega kl. 9:00 á Laufafell. Gengum hægt upp, enda útsýnið svo stórkostlegt að það var bara ekki annað hægt. Fyrir hverja 50 hæðarmetra bættist við útsýnið. Klæddum okkur betur áður en við komum upp á efstu brúnina, því það var nokkur vindur ennþá og nauðsynlegt að geta notið þess að vera kominn á þetta mikla útsýnisfjall. Gengum hring á Laufafelli, til að sjá vel til allra átta og þarna fengum við útsýni á 10 jökla svo dæmi sé tekið, enda aðstæður með því besta sem gerist. Jöklarnir eru: Þórisjökull, Langjökull, Hofsjökull, Vatnajökull, Torfajökull, Háskerðingur, Mýrdalsjökull, Eyjafjallajökull, Tindfjallajökull og Blesárjökull. Einnig má gjarnan nefna Heklu, Jarlhettur, Rauðufossafjöll, Kerlingarfjöll, Arnarfell hið mikla, Löðmund, Háöldu, Höfðana, Sveinstind við Langasjó, Hrafntinnusker, Skerínef, Stóra-Grænafjall, Stórusúlu, Kerlingahnúka og Öldufell við Mýrdalsjökul, Hattfell og svo mætti lengi telja. Eftir góða nestispásu í hlíðum Laufafells héldu 4 göngumenn í bílana en afgangur hópsins gekk áfram eftir Skyggnishlíðum, framhjá Skyggnisvatni og að Skyggni. Þar skelltu 7 hressir göngumenn sér á Skyggni og áfram síðan eftir Skyggnishlíðum í Hungurfit, en sumir slepptu Skyggni og gengu sem leið lá í Hungurfit. Þessi dagsganga er því frábær að því leiti að allir fá eitthvað fyrir sinn snúð og geta að hluta til valið hversu löng og erfið gangan er. Gott dagsverk í bestu aðstæðum sem hægt er að fá.

Athugasemdir

    You can or this trail