Niðurhal

Fjarlægð

9,47 km

Heildar hækkun

565 m

Tæknilegir erfiðleikar

Miðlungs

Lækkun

565 m

Hám. hækkun

1.086 m

Trailrank

26

Lágm. hækkun

575 m

Tegund leiðar

Hringur
  • Mynd af Vatnafjöll. 30. ágúst 2015
  • Mynd af Vatnafjöll. 30. ágúst 2015
  • Mynd af Vatnafjöll. 30. ágúst 2015

Tími

4 klukkustundir 47 mínútur

Hnit

1200

Hlaðið upp

30. ágúst 2015

Tekið upp

ágúst 2015

Leita eftir svæði sem leið liggur um

Finndu leiðir sem liggja um valin svæði þín

Sækja Wikiloc Premium Uppfæra til að fjarlægja auglýsingar
Leita eftir svæði sem leið liggur um Leita eftir svæði sem leið liggur um
Vertu fyrst/ur til að klappa
Deila
-
-
1.086 m
575 m
9,47 km

Skoðað 1448sinnum, niðurhalað 8 sinni

nálægt Hvolsvöllur, Suðurland (Lýðveldið Ísland)

Haustganga HH, 16 manns. Eftir gistingu í Hungurfitum ókum við að Vatnafjöllunum og gengum af stað kl. 9:30. Nafnið Vatnafjöll áhugavert, en hér áður fyrr var þarna stöðuvatn og frá Vatnafjöllum rann áin Sandgilja niður að Keldum. Vötnin hafa aftur á móti horfið og það síðasta í Heklugosinu 1947. Sömu sögu er að segja um ána Sandgilju. Enn og aftur gott veður og skyggni. Gengum fyrst upp á ónefndan en glæsilegan hnúk sem sést vel frá afleggjaranum í Mjóaskarð, enda þægilegast að ganga upp hrygginn sem blasir við á hægri hönd ef horft er upp í Mjóaskarð frá Heklubrautinni. Gengum síðan eftir öldunum upp á hæsta tind Vatnafjalla, eða nánar tiltekið á hæsta tind Innri-Vatnafjalla, 1.089 m. Enn og aftur draumaskyggni og vorum við svo sannarlega í ríki Heklu. Hægt að fara yfir hraun sem blöstu við og ártöl þeirra, ásamt því að áhugavert er að fara yfir baráttu ábúanda í Rangárvallasýslu við sandinn og uppblástur, sem náði hámarki rétt fyrir aldamótin 1900. Gengum síðan niður í Mjóaskarð og í bílana. Hægt að taka gönguna á skemmri tíma, en þetta var síðasti dagur langrar helgi og því nauðsynlegt að gera sitt besta í að klára nestið. Ganga á flestra færi og vel fyrirhafnarinnar virði.

Athugasemdir

    Þú getur eða þessa leið