Niðurhal

Heildar hækkun

565 m

Styrkleiki

Miðlungs

niður á móti

565 m

Max elevation

1.086 m

Trailrank

26

Min elevation

575 m

Trail type

Loop
  • mynd af Vatnafjöll. 30. ágúst 2015
  • mynd af Vatnafjöll. 30. ágúst 2015
  • mynd af Vatnafjöll. 30. ágúst 2015

Tími

4 klukkustundir 47 mínútur

Hnit

1200

Uploaded

30. ágúst 2015

Recorded

ágúst 2015
Be the first to clap
Share
-
-
1.086 m
575 m
9,47 km

Skoðað 1215sinnum, niðurhalað 7 sinni

nálægt Hvolsvöllur, Suðurland (Lýðveldið Ísland)

Haustganga HH, 16 manns. Eftir gistingu í Hungurfitum ókum við að Vatnafjöllunum og gengum af stað kl. 9:30. Nafnið Vatnafjöll áhugavert, en hér áður fyrr var þarna stöðuvatn og frá Vatnafjöllum rann áin Sandgilja niður að Keldum. Vötnin hafa aftur á móti horfið og það síðasta í Heklugosinu 1947. Sömu sögu er að segja um ána Sandgilju. Enn og aftur gott veður og skyggni. Gengum fyrst upp á ónefndan en glæsilegan hnúk sem sést vel frá afleggjaranum í Mjóaskarð, enda þægilegast að ganga upp hrygginn sem blasir við á hægri hönd ef horft er upp í Mjóaskarð frá Heklubrautinni. Gengum síðan eftir öldunum upp á hæsta tind Vatnafjalla, eða nánar tiltekið á hæsta tind Innri-Vatnafjalla, 1.089 m. Enn og aftur draumaskyggni og vorum við svo sannarlega í ríki Heklu. Hægt að fara yfir hraun sem blöstu við og ártöl þeirra, ásamt því að áhugavert er að fara yfir baráttu ábúanda í Rangárvallasýslu við sandinn og uppblástur, sem náði hámarki rétt fyrir aldamótin 1900. Gengum síðan niður í Mjóaskarð og í bílana. Hægt að taka gönguna á skemmri tíma, en þetta var síðasti dagur langrar helgi og því nauðsynlegt að gera sitt besta í að klára nestið. Ganga á flestra færi og vel fyrirhafnarinnar virði.

Athugasemdir

    You can or this trail