Niðurhal

Heildar hækkun

24 m

Styrkleiki

Miðlungs

niður á móti

24 m

Max elevation

50 m

Trailrank

45

Min elevation

28 m

Trail type

Loop

Moving time

29 mínútur

Tími

ein klukkustund 9 mínútur

Hnit

265

Uploaded

7. júlí 2020

Recorded

júlí 2020
Be the first to clap
Share
-
-
50 m
28 m
1,46 km

Skoðað 557sinnum, niðurhalað 6 sinni

nálægt Hallormsstadhur, Austurland (Ísland)

Skemmtileg og fróðleg leið í gegnum Trjásafnið á Hallormsstað. Trjásafnið er í hjarta Hallormsstaðaskógar. Um 90 tegundir af trjám er í safninu og gaman að ganga um það og sjá elstu trén okkar. Hæstu trén í safninu eru komin yfir 24 metra og þar er einnig eitt sverasta tré landsins. Neðsti reiturinn er opið svæði þar sem margir tónlistamenn hafa stigið á svið og Skógardagurinn mikli er haldinn, einnig er það tilvalinn nestistaður. Velkominn í skóginn.
Mynd

Photo

Mynd

Kongurinn og Drotningin

Fyrsta blágreni, sem Christian E. Flensborg gróðursetti 1905, á Hallormsstað.
Mynd

Fjallaþöll

Gróðursett 1953
Mynd

Photo

Mynd

Kofinn hennar Rauð-hettu

Mynd

Bogabrúin

Brú sem Sveinn frá Hrjót hlóð árið 1993.
Mynd

Evrópuleki

Þetta lerki er með mjög fallegan og hrjúfan börk. Evrópulerkið í Trjásafninu er orðið eldra en 100 ára gamalt
Mynd

Blæösp

Íslensk blæösp sem hefur myndað rótarskotum í kringum sig. Fróðlegt um blæöspina er að lauf hennar líkast heldur birkilaufum heldur en hefðbundnum asparlaufum og þau syngja í vindinum.
Mynd

Klifurtréð

Fjallaþinur sem gróðursettur var á árunum 1905-1910. Skemmtilegur staður fyrir krakkan að klifra.
Mynd

Glitrós frá Kvískerjum í Öræfum

Mynd

Þyrnirós frá Kollaleiru

Mynd

Alaskaeplatré

Eplatré sem hefur gefið frá sér lítil súr epli.
Mynd

Súluöps

Fróðlegt með súluöspina er að greinarnar vefjast utanum stofninn.
Mynd

Skógarfura

Fura sem gróður sett var árið 1922
Mynd

Lindifura

Sem sáð var árið 1905. Mýsnar í skóginum dreifðu fræjum trésins um Mörkina á Hallormsstað.
Mynd

Göngustígur sem lyggur niður að Lagarfljóti

Mynd

Rauðgreni

Rætur rauðgrensins, sem staðsett er í Trjásafninu, lyggja að hluta ofanjarðar. Þetta gerist þegar greinar trésins mynda of mikinn skugga.
Mynd

Peningartréð

Íslensk ilmbjörk sem er yfir 150 ára gamalt. Í trénu er lítil hola sem fólk hefur sett pening í til fjölda ára. Nafn trésins er komið frá því.
Mynd

Hengibirki

Norskt hengibirki sem gróðursett var árið 1960.

Athugasemdir

    You can or this trail