Vertu fyrst/ur til að klappa
Skoðað 456sinnum, niðurhalað 1 sinni
nálægt Sauðárkrókur, Norðurland Vestra (Ísland)
Gps: 65° 44.895'N, 19° 33.052'W
Gengið er frá gömlu brúnni við vesturós Héraðsvatna til norðurs að Hegranesvita. Hægt er að leggja bílnum vestan við gömlu brúna eða hjá styttu Jóns Ósmanns. Gengið er niður í Furðuströnd hjá skýli Jóns Ósmanns, en svo nefndi Jón ströndina. Þaðan er gengið upp úr fjörunni nyrst á Furðuströnd. Fyrst um sinn er ógreinilegur slóði eftir þýfðu landi við bjargbrúnina en fljótlega er kom inn á gamlar kindagötur og hægt að ganga eftir bökkunum alla leið út að Hegranesvita. Mikið fuglalíf er í klettunum og ægifagurt útsýni yfir Tindastól og eyjarnar úti á Skagafirði.
Mynd
Furðuströnd - starting point
Áður en brúin yfir Vesturós rétt vestan við Sauðárkrók var byggð árið 1925 fóru menn yfir ósinn með ferju. Sá sem gegndi starfi ferjumanns þar lengst af er löngu orðinn þjóðsagnaperóna í Skagafirði og jafnvel víðar, en hann hét Jón Ósmann.
Á meðan Jón gengdi starfi ferjumanns bjó hann í byrgi í nálægð við ósinn. Úr mynni byrgisins var útsýni yfir ósinn og fjöruna austan hans, en hana nefndi Jón Furðustrandir. Ferjuna kallaði hann Botnu og svo átti hann brennivínsflöksu sem hét Brúnka.
Stígurinn upp af strönginni, nyrst á Furðuströnd.
Hegranesvitinn, 9,6 m að hæð, var byggður árið 1937 samkvæmt teikningu Benedikts Jónassonar verkfræðings. Ljóshúsið er sænskt. Gasljós var í vitanum fram til ársins 1986 að hann var rafvæddur. Raufarhafnarviti og Grímseyjarviti eru byggðir eftir sömu teikningu og Hegranesviti.
Furðuströnd séð til suðurs.
Athugasemdir