Niðurhal

Fjarlægð

0,69 km

Heildar hækkun

1 m

Tæknilegir erfiðleikar

Miðlungs

Lækkun

1 m

Hám. hækkun

19 m

Trailrank

46

Lágm. hækkun

2 m

Tegund leiðar

Hringur

Tími

26 mínútur

Hnit

114

Hlaðið upp

20. júní 2020

Tekið upp

maí 2020

Leita eftir svæði sem leið liggur um

Finndu leiðir sem liggja um valin svæði þín

Sækja Wikiloc Premium Uppfæra til að fjarlægja auglýsingar
Leita eftir svæði sem leið liggur um Leita eftir svæði sem leið liggur um
Vertu fyrst/ur til að klappa
Deila
-
-
19 m
2 m
0,69 km

Skoðað 1208sinnum, niðurhalað 7 sinni

nálægt Seltjarnarnes, Höfuðborgarsvæði (Ísland)

Leiðin liggur um Hólavallagarð við Suðurgötu og varpar ljósi á menningar- og listrænan arf í kirkjugarðinum. Gengið er á milli járngerða minningarmarka, nánar tiltekið járnkrossa, en fjöldi þessara minningarmarka og járngrindverka í garðinum er ein ástæða þess að hann er talinn einstakur. Um eitt minningarmarkanna er sagt að það „myndi sóma sér sem aldarprýði í hvaða kirkjugarði Norðurálfu sem væri“ Í göngunni er sagt frá kirkjugarðinum, járnkrossum á leiðum og táknum á þeim og lauslega rakin ævágrip þeirra sem þar hvíla. Einnig er sagt stuttlega frá líkhúsi sem áður var í Hólavallagarði.
Meginheimild: Bók Björns Th. Björnssonar, listfræðings,
Minningarmörk í Hólavallagarði.

Leiðin er góður kostur fyrir þá sem ekki geta gengið langt eða vilja skoða menningararf í næsta nágrenni við sig. Gangan er þægileg fyrir alla sem eru sæmilega rólfærir en gæti reynst þeim erfið sem ekki eiga hægt um gang vegna þess að hluti leiðarinnar er þröngur og hlykkjóttur. Þeim hluta má þó sleppa og er þá gengið milli grafa eftir hellulagða stígnum í miðjum garðinum. Leiðin er stutt en hana má lengja með því að ganga um aðra hluta kirkjugarðsins og skoða fleiri minningarmörk eða doka við og njóta kyrrðarinnar í garðinum.
Varða

MINNISMERKI JÓN SIGURÐSSONAR, „FORSETA“ (1811 -1879)

 • Mynd af MINNISMERKI JÓN SIGURÐSSONAR, „FORSETA“ (1811 -1879)
 • Mynd af MINNISMERKI JÓN SIGURÐSSONAR, „FORSETA“ (1811 -1879)
 • Mynd af MINNISMERKI JÓN SIGURÐSSONAR, „FORSETA“ (1811 -1879)
Það er ekki viðeigandi að ganga framhjá minnismerki Jóns Sigurðssonar án þess að minnast á það, þó að það sé ekki gert úr járni. Jón var í skrifum sínum og máli leiðtogi baráttu Íslendinga fyrir sjálfstæði á 19. öldinni. Jón er oftast nefndur Jón forseti vegna þess að hann var um tíma forseti Hins íslenska bókmenntafélags. Fæðingardagur hans, 17. júní, er þjóðhátíðardagur Íslands. Minnismerkið á gröf Jóns er gert úr íslensku grjóti og er prýtt lágmynd af vangasvip Jóns.
Varða

JÁRNKROSSAR

 • Mynd af JÁRNKROSSAR
 • Mynd af JÁRNKROSSAR
 • Mynd af JÁRNKROSSAR
 • Mynd af JÁRNKROSSAR
Krossarnir, sem hér eru skoðaðir, eru úr pott járni og voru reistir í Hólavallagarði á 19 öldinni og gerðir með nýrri tækni þess tíma í járnsmíði. Með þessari tækni var hægt að búa til grunngerð að formi kross sem mátti endurtaka en skipta út áletrunum og bæta við skrauti. Með þessari tækni var einnig hægt að smíða samsett minningarmark úr járni. Á flesta krossana er letrað nafn, fæðingar- og dánardægur, „Hér hvílir...“ á marga og á suma starfsheiti þess látna. Armsendar krossa eru mismunandi útfærðir og þeir mismunandi mikið skreyttir og í þá lagt.
Varða

VIÐ UPPHAF LEIÐAR

 • Mynd af VIÐ UPPHAF LEIÐAR
 • Mynd af VIÐ UPPHAF LEIÐAR
 • Mynd af VIÐ UPPHAF LEIÐAR
 • Mynd af VIÐ UPPHAF LEIÐAR
 • Mynd af VIÐ UPPHAF LEIÐAR
 • Mynd af VIÐ UPPHAF LEIÐAR
Við upphaf göngu er staðið við austurenda stígs sem liggur til vesturs þvert í gegnum Hólavallagarð. Til hægri er elsti hluti garðsins sem einnig er sá óskipulagðasti og þar hvílir vökumaður hans . Hólavallagarður var kirkjugarður Reykjavíkur frá árinu 1838 til 1932 eða í 94 ár og tók við sem kirkjugarður af Víkurgarði, hinum forna kirkjugarði við Aðalstræti í miðbæ Reykjavíkur. Íbúafjöldi bæjarins var um 800 manns þegar Hólavallagarður var tekinn í notkun. Kirkjugarðurinn var þá í útjaðri bæjarins og var gengið úr bænum í garðinn eftir Suðurgötunni. Hólavallagarður er nú um 3 ha að stærð og eru þar 10.000 merktar grafir.
Varða

HÓLAVALLAGARÐUR

 • Mynd af HÓLAVALLAGARÐUR
 • Mynd af HÓLAVALLAGARÐUR
 • Mynd af HÓLAVALLAGARÐUR
 • Mynd af HÓLAVALLAGARÐUR
Velkomin í Hólavallagarð! Þessi kirkjugarður er sagður „stærsta og elsta minjasafn“ Reykjavíkur vegna þess að hann hefur að geyma eitt merkasta og heillegasta safn á Íslandi af minningamörkum eins og grafsteinum og krossum. Sérstaða garðsins felst einnig í að þar er að finna tiltölulega mikið af járnsteyptum minningarmörkum, krossum og járnsteyptum grindverkum. Slík minningarmörk hafa oft glatast í kirkjugörðum erlendis þar sem þau hafa verið brædd til þess að búa til vopn á stríðstímum.
Varða

LEIÐI BJARGAR ÞÓRÐARDÓTTUR ZOEGA (1822 – 1884)

 • Mynd af LEIÐI BJARGAR ÞÓRÐARDÓTTUR ZOEGA (1822 – 1884)
 • Mynd af LEIÐI BJARGAR ÞÓRÐARDÓTTUR ZOEGA (1822 – 1884)
Á krossi Bjargar segir „Hér hvílir húsfrú...“ Björg var gift Johannesi, sonarsyni Johannesar Zoega, tugthússtjóra og var því amma Egils sem hvílir hjá forfeðrum sínum sunnar og vestar í kirkjugarðinum. Björg og Johannes bjuggu í Nýjabæ á Vesturgötu og voru kennd við hann.
Varða

STÆRSTI KROSSINN

 • Mynd af STÆRSTI KROSSINN
 • Mynd af STÆRSTI KROSSINN
 • Mynd af STÆRSTI KROSSINN
 • Mynd af STÆRSTI KROSSINN
Járnkrossinn á leiði Guðrúnar Oddsdóttur er stærsti járnkrossinn í Hólavallagarði og einn sá stærsti sem þekktur er á Íslandi. Skrautið eða útflúrið er logandi lampi á fram- og bakhlið krossins sem er tákn sálarinnar samkvæmt fornri trú Grikkja en vísar einnig til Biblíunnar þar sem lampinn er tákn sannleikans. Í táknfræði sameinar lampinn Vöku og Nótt og sagt er að það sé erfitt að finna tákn sem sé meira við hæfi á leiði vökumanns kirkjugarðs eins og Guðrún er. Á sökklinum sem krossinn stendur á er áletrað „Á garði þessum grafin fyrst allra 23ja November 1838. Math. V,8,“.
Varða

VÖKUMAÐURINN GUÐRÚN ODDSDÓTTIR (1799 – 1838)

 • Mynd af VÖKUMAÐURINN GUÐRÚN ODDSDÓTTIR (1799 – 1838)
 • Mynd af VÖKUMAÐURINN GUÐRÚN ODDSDÓTTIR (1799 – 1838)
 • Mynd af VÖKUMAÐURINN GUÐRÚN ODDSDÓTTIR (1799 – 1838)
Hlutverk vökumannsins er að bjóða þá sem grafnir eru í kirkjugarði velkomna og vera vaktmaður garðsins. Ekki gátu allir orðið vökumenn og Hólavallagarður þurfti að bíða í marga mánuði eftir sínum. Guðrún var talin við hæfi þar sem hún var eiginkona Þórðar Sveinbjarnarsonar, háyfirdómara í landsyfirrétti og einnig vegna þess að eiginmaður hennar bauð hana fram sem vökumann. Þegar Guðrún giftist Þórði var hún ekkja eftir einn æðsta embættismann Íslands, Stefán Stephensen amtmann. Guðrún var jarðsett með mikilli viðhöfn 23. nóvember 1938 og Hólavallagarður vígður um leið. Guðrún var dóttir prests á Reynivöllum í Kjós. Hún eignaðist fimm börn sem öll létust á undan henni.
Varða

LEIÐI GUÐBRANDS STEPHENSEN (1786 – 1851)

 • Mynd af LEIÐI GUÐBRANDS STEPHENSEN (1786 – 1851)
 • Mynd af LEIÐI GUÐBRANDS STEPHENSEN (1786 – 1851)
 • Mynd af LEIÐI GUÐBRANDS STEPHENSEN (1786 – 1851)
Armar á krossinum á leiði Guðbrands eru skreyttir með laufum og spírum og litlum krossi yfir nafni Guðbrands. Nöfn tveggja drengja, nákomnum ættingjum eiginkonu Guðbrands, eru letruð á sökkulinn. Guðbrandur var uppfinningamaður og varð landsþekktur fyrir að finna upp og smíða ýmis tæki sem komu að góðu gagni við landbúnað. Frægastur var hann þó fyrir að smíða lás á fjárhirslu Reykjavíkur. Lásinn var gerður úr þremur mismunandi lásum geymdum hjá jafnmörgum mönnum sem allir urðu að vera viðstaddir þegar fjárhirslan var opnuð. Guðbrandur kynnist Jóni Sigurðssyni þegar hann dvaldi í Kaupmannahöfn. Í heimild um hann er hann sagður Stefánsson en í manntölum 1816 og 1835 Stephensen.
Varða

LEIÐI JOHANNESAR ZOEGA (1796 – 1852)

 • Mynd af LEIÐI JOHANNESAR ZOEGA (1796 – 1852)
 • Mynd af LEIÐI JOHANNESAR ZOEGA (1796 – 1852)
 • Mynd af LEIÐI JOHANNESAR ZOEGA (1796 – 1852)
Armar á krossi á leiði Johannesar eru skreyttir en án trúarlegra tákna. Johannes átti ættir að rekja til Rómar og Verona þar sem forfeður hans bjuggu fyrst en fluttu sig svo um set og settust að í Þýskalandi og að lokum í Danmörku. Faðir hans, Johannes Zoega, kom til Íslands frá Danmörku árið 1787 og starfaði sem tugtmeistari við fangelsið í Reykjavík. Johannes, sem hér hvílir, giftist Ingigerði Ingimundardóttur og eignuðust þau sjö börn, Geir, Tomas, Christian, Johannes, Christiane, Einar and Geir. Johannes starfaði sem sjómaður á opnum bátum.
Varða

LEIÐI JAMES ROBB (1818-1861)

 • Mynd af LEIÐI JAMES ROBB (1818-1861)
 • Mynd af LEIÐI JAMES ROBB (1818-1861)
 • Mynd af LEIÐI JAMES ROBB (1818-1861)
 • Mynd af LEIÐI JAMES ROBB (1818-1861)
 • Mynd af LEIÐI JAMES ROBB (1818-1861)
Fæðingar- og dánardægur James eru ekki letruð á krossinn á leiði hans. Heimildum ber ekki saman um dánardægrið og segir ein það vera 1846 og önnur 1861. Skreytingin á krossinum eru myndir af tveimur englum, önnur á framhlið hans og hin á bakhlið. Englarnir halda á krossi og laufstilkum. James Robb var enskur maður og kom frá borginni Liverpool. Hann gerðist kaupmaður í Reykjavík og rak verslun í bænum til dánardægurs. James kvæntist Valgerði Ólafsdóttur og eignuðust þau níu börn og eru fimm þeirra grafin í Hólavallagarði.
Varða

LEIÐI EGILS ÞÓRÐARSONAR ZOEGA (1879 – 1883)

 • Mynd af LEIÐI EGILS ÞÓRÐARSONAR ZOEGA (1879 – 1883)
 • Mynd af LEIÐI EGILS ÞÓRÐARSONAR ZOEGA (1879 – 1883)
 • Mynd af LEIÐI EGILS ÞÓRÐARSONAR ZOEGA (1879 – 1883)
Krossinn á leiði Egils er lítið skreyttur og engin tákn eru á honum. Egill er barna- barna- barnabarn Johannesar sem dó 31 ári áður og hvílir ásamt öðrum fjölskyldumeðlimum til hægri við Egil þegar staðið er fyrir framan krossana. Egill dó barn að aldri, aðeins fjögurra ára.
Varða

MINNINGARMARK STEINGRÍMS JÓNSSONAR, BISKUPS

 • Mynd af MINNINGARMARK STEINGRÍMS JÓNSSONAR, BISKUPS
 • Mynd af MINNINGARMARK STEINGRÍMS JÓNSSONAR, BISKUPS
 • Mynd af MINNINGARMARK STEINGRÍMS JÓNSSONAR, BISKUPS
 • Mynd af MINNINGARMARK STEINGRÍMS JÓNSSONAR, BISKUPS
Járngert minningarmark á leiði Steingríms Jónssonar, biskups, smíðað úr mörgum hlutum, er mikilfenglegt og hefur verið sagt að það „myndi sóma sér sem aldarprýði í hvaða kirkjugarði Norðurálfu sem væri“. Tákn um stöðu Steingríms og þá virðingu sem borin var fyrir honum eru biskupsbagall á framhlið sökkulsins sem krossinn stendur á og sveigur með flöguborðum sem tákna virðingarstöðu og heiður Steingríms. Stjörnunar sem eru sitt hvoru megin sveigsins eiga hér að tákna orð Krists „Ég er skínandi stjarna...“ Tvær rósir á bogadregnum sökklinum og á örmum krossins tákna hreinleika. Á grindverkinu er einnig rós með liljum (hreinleiki og guðrækni) en mest áberandi á grindverkinu kringum minningarmarkið er grískur Alexanders bekkur sem vísar til klassískrar menntunar Steingríms.
Varða

STEINGRÍMUR JÓNSSON, BISKUP (1769 – 1845)

 • Mynd af STEINGRÍMUR JÓNSSON, BISKUP (1769 – 1845)
 • Mynd af STEINGRÍMUR JÓNSSON, BISKUP (1769 – 1845)
 • Mynd af STEINGRÍMUR JÓNSSON, BISKUP (1769 – 1845)
 • Mynd af STEINGRÍMUR JÓNSSON, BISKUP (1769 – 1845)
Steingrímur Jónsson var skipaður biskup yfir Íslandi árið 1824 og hafði aðsetur sitt í Biskupsstofunni í Laugarnesi þar til hann dó árið 1845. Eftir kveðjuathöfn á heimili Steingríms var lík hans flutt frá Laugarnesi til Reykjavíkur með skreyttum báti frá frönsku herskipi sem lá fyrir festum í höfninni í Reykjavík. Steingrími var sýndur þessi heiður af Frökkum vegna þess að hann hafði verið sæmdur orðu frönsku Heiðursfylkingarinnar árið áður. Útför Steingríms er talin ein sú mikilfenglegasta sem sést hafði þá í Reykjavík. Steingrími hefur verið lýst sem vel menntuðum og skylduræknum embættismanni, heiðursmenni og góðum fræðimanni sem gefinn var fyrir vísindalegar iðkanir. Hann var einnig talinn mesti ættfræðingur þess tíma. Jón Sigurðsson, leiðtogi baráttu fyrir sjálfstæði Íslands, vann sem ungur maður hjá Steingrími.
Varða

VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR, EIGINKONA STEINGRÍMS (1771 -1856)

 • Mynd af VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR, EIGINKONA STEINGRÍMS (1771 -1856)
 • Mynd af VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR, EIGINKONA STEINGRÍMS (1771 -1856)
 • Mynd af VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR, EIGINKONA STEINGRÍMS (1771 -1856)
 • Mynd af VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR, EIGINKONA STEINGRÍMS (1771 -1856)
Valgerður Jónsdóttir, eiginkona Steingríms, er grafin í sömu gröf og hann og deilir því minningarmarkinu með honum og er nafn hennar, heiðurssveigur og stjarna á bakhlið minningarmarksins. Nafn Valgerðar er einnig letrað á minningarmark fyrri eiginmanns hennar, Hannes Finnsonar, biskups, í Skálholti. Valgerður var ein voldugasta og ríkasta kona landsins á sínum tíma og átti fjölda býla eins og Laugarnesið og eyjuna Engey í Kollafirði. Valgerður er talin fyrsta konan sem klæddist hefðbundum íslenskum búningi (peysufötum) dags daglega.
Varða

LEIÐI SÍMON HANSEN (1782 – 1847)

 • Mynd af LEIÐI SÍMON HANSEN (1782 – 1847)
 • Mynd af LEIÐI SÍMON HANSEN (1782 – 1847)
 • Mynd af LEIÐI SÍMON HANSEN (1782 – 1847)
Armar á krossi á leiði Símonar eru skreyttir með pálmalaufi sem tákna innreið Jesú í Jerúsalem sunnudaginn fyrir páska. Pálmatréð sjálft er tákn gleðilegra endurfunda með Kristi. Símon bjó á Básendum ungur að árum með fjölskyldu sinni þegar stærsta flóð í Íslandssögunni, Básendaflóðið, skall á suðvestur strönd landsins árið 1799 og Básendar urðu rústir einar. Símon starfaði sem kaupmaður í Reykjavík og fjárhaldsmaður Dómkirkjunnar. Litið er svo á að Símon sé af fyrstu kynslóð borgara í Reykjavík og heimili hans talið vera með betri heimilum þar í bæ. Dóttir hans giftist Hannesi, einkasyni Steingríms Jónssonar, biskups.
Varða

LEIÐI SIGRÍÐAR KRISTÍNAR JOHNSEN (1814 – 1869)

 • Mynd af LEIÐI SIGRÍÐAR KRISTÍNAR JOHNSEN (1814 – 1869)
 • Mynd af LEIÐI SIGRÍÐAR KRISTÍNAR JOHNSEN (1814 – 1869)
 • Mynd af LEIÐI SIGRÍÐAR KRISTÍNAR JOHNSEN (1814 – 1869)
 • Mynd af LEIÐI SIGRÍÐAR KRISTÍNAR JOHNSEN (1814 – 1869)
Minningarmarkið á gröf Sigríðar, dóttur Símonar Hansen, er kross á sökkli sem er umgirtur fagurlega skreyttu grindverki. Nöfn þriggja barna Sigríðar; Valgerðar, Kristínar and Halldóru, eru letruð á sökkulinn. Hannes (1809-1885), eiginmaður hennar, hvílir einnig innan grindverksins með konu sinni. Hannes, sonur Steingríms Jónsonar, biskups, var skrifaður Johnsen en faðir hans var nefndur Johnsen af embættismönnum meðan hann lifði. Hannes var kaupmaður mest öll sín fullorðinsár. Eitt af fimm börnum þeirra giftist Árna Thorsteinsson, landfógeta.
Varða

LÍKHÚS OG BJÖLLUHLIÐ

 • Mynd af LÍKHÚS OG BJÖLLUHLIÐ
 • Mynd af LÍKHÚS OG BJÖLLUHLIÐ
Bjölluhliðið í garðinum stendur á grunni líkhúss sem sést sem lítt upphækkaður hóll kringum bjölluhliðið. Líkhúsið stóð í Hólavallagarði í 112 ár, frá 1838 til 1950 þegar það var flutt í kirkjugarðinn í Fossvogi. Lík fátæklinga og þeirra sem dóu þegar farsóttir geysuðu stóðu uppi í líkhúsinu sem og lík erlendra sjómanna sem höfðu drukknað við strendur Íslands. Hinir efnameiri stóðu uppi á heimilum sínum þar til kom að jarðarförinni. Líkhúsið var notað sem kapella og stundum sem kirkja og kom fyrir að það væri eina starfandi kirkjan í Reykjavík. Bjölluhliðið sem nú stendur á grunni þess er teiknað af Guðjóni Samúelsyni, húsameistara ríkisina á þeim tíma. Bjallan í bjölluhliðinu er sú sama og var í líkhúsinu.
Varða

VÖNTUN Á LÍKUM

 • Mynd af VÖNTUN Á LÍKUM
 • Mynd af VÖNTUN Á LÍKUM
Stúdentar við læknaskólann í Reykjavík áttu í erfiðleikum með að útvega lík til krufningar og kennslu áður en sjúkrahús var reist í Reykjavík, þar sem menn voru ófúsir að gefa til þess lík ættingja sinna sem stóðu uppi í líkhúsinu. Sumir meðal hinna lifandi sömdu þó við stúdentana um greiðslu fyrir lík sitt meðan þeir voru ennþá lifandi, voru „keyptir á fæti“ eins og sagt var. Einn þeirra, Þórður Árnason Malakoff, varð landskunnur þegar ort var um hann kvæði sem ber nafn hans.
Varða

LEIÐI KRISTJÁNS KAUPMANNS ÞORSTEINSSONAR (1827 – 1859)

 • Mynd af LEIÐI KRISTJÁNS KAUPMANNS ÞORSTEINSSONAR (1827 – 1859)
 • Mynd af LEIÐI KRISTJÁNS KAUPMANNS ÞORSTEINSSONAR (1827 – 1859)
 • Mynd af LEIÐI KRISTJÁNS KAUPMANNS ÞORSTEINSSONAR (1827 – 1859)
 • Mynd af LEIÐI KRISTJÁNS KAUPMANNS ÞORSTEINSSONAR (1827 – 1859)
 • Mynd af LEIÐI KRISTJÁNS KAUPMANNS ÞORSTEINSSONAR (1827 – 1859)
 • Mynd af LEIÐI KRISTJÁNS KAUPMANNS ÞORSTEINSSONAR (1827 – 1859)
Neðst á krossinum er mynd af öfugum kyndli sem er við það að brenna út, en hann táknar „sofandi ást“ eða dauða holdsins. Engar heimildir fundust um Kristján nema að hann er skráður sem kaupmaður að Vesturgötu 3 árið 1857 og er þess vegna sagt aðeins frá Vesturgötu 3 hér og nágrannahúsi þess, Vesturgötu 5, en ekki sögu Kristjáns. Að Vesturgötu 3 voru rekin mörg fyrirtæki og verslanir gegnum tíðina. Húsið fékk nafnið Liverpool þegar sonur James Robbs, sem kom frá borginni Liverpool, rak verslun í húsinu um tíma. Að Vesturgötu 5 stóð Glasgow, stærsta hús Íslands á þeim tíma. Þar bjó meðal annars Einar Benediktsson, þekkt skáld, ljóðasmiður og viðskiptamaður. Hann stofnaði og rak fyrsta dagblað Íslands, Dagskrá, í samvinnu við fréttamenn frá Kaupmannahöfn, Englandi og Ameríku. Bæði Liverpool og Glasgow urðu eldinum að bráð. Liverpool var byggt á ný í sinni núverandi mynd en Glasgow ekki.
Varða

LEIÐI GUÐRÍÐAR MAGNÚSDÓTTUR, LJÓSMÓÐUR (1801 – 1864)

 • Mynd af LEIÐI GUÐRÍÐAR MAGNÚSDÓTTUR, LJÓSMÓÐUR (1801 – 1864)
 • Mynd af LEIÐI GUÐRÍÐAR MAGNÚSDÓTTUR, LJÓSMÓÐUR (1801 – 1864)
 • Mynd af LEIÐI GUÐRÍÐAR MAGNÚSDÓTTUR, LJÓSMÓÐUR (1801 – 1864)
Eins og á krossi Kristjáns er mynd af öfugum kyndli neðst á krossi á leiði Guðríðar sem táknar „sofandi ást“ eða dauða holdsins eins og nefnt hefur verið. Myndin af handarbandinu á bakhlið krossins táknar endurfundi. Sökkullinn sem krossinn stendur á er gerður úr íslensku grjóti, dolerite. Stundaglasið á framhlið krossins sem er það eina sem er í Hólavallagarði, merkir „...að við hvert sandkorn sem um það rennur sé maðurinn þeirri örstund nær dauða sínum. Guðríður starfaði sem ljósmóðir og var talin framúrskarandi sem slík og þótti sýna mikla færni og nákvæmni í starfi sínu og njóta láns. Guðríði hefur einnig verið lýst sem fallegri konu sem hélt fegurð sinni fram á efri ár. Guðríður giftist tvisvar og hvílir hér á milli sonar síns og barnabarns.
Varða

LEIÐI KRISTÍNAR ARADÓTTUR (1797 – 1861)

 • Mynd af LEIÐI KRISTÍNAR ARADÓTTUR (1797 – 1861)
 • Mynd af LEIÐI KRISTÍNAR ARADÓTTUR (1797 – 1861)
 • Mynd af LEIÐI KRISTÍNAR ARADÓTTUR (1797 – 1861)
Aðeins fundust upplýsingar um Kristínu í Íslendingabók en þar segir að Kristín hafi búið að Lambhúsum á Akranesi árið 1801 og flutt til Reykjavíkur um tvítugt. Hún var húsfreyja í Reykjavík 1835 og 1845 og er sögð Árnadóttir í manntalinu 1845. Hvít stytta af engli fyrir framan krossinn virðist seinni tíma fyrirbæri.
Varða

LEIÐI MARGRÉTAR KNUDSEN (1861 – 1868)

 • Mynd af LEIÐI MARGRÉTAR KNUDSEN (1861 – 1868)
 • Mynd af LEIÐI MARGRÉTAR KNUDSEN (1861 – 1868)
 • Mynd af LEIÐI MARGRÉTAR KNUDSEN (1861 – 1868)
Hér hvílir lítil sjö ára stúlka og er krossinn á leiði hennar frábrugðinn öllum öðrum járnkrossum í Hólavallagarði því hann er kringlóttur að gerð en ekki þríarma eins og aðrir krossar. Á grafsteini bak við krossinn eru nöfn fólki tengdu Margréti og bera Knudsen nafnið. Ættfaðir Knudsen fjölskyldunnar var Ludvig Mikael Knudsen, fæddur á Jótlandi í Danmörku árið 1779 og dó á Íslandi árið 1828. Eiginkona hans var Margrethe Andrea Hölter Knudsen. Ludvig Árni Knudsen, eitt af nöfnunum á grafsteininum, var sonur Ludvigs Mikael.
Varða

LEIÐI JÓRUNNAR MAGNÚSDÓTTUR (1842 – 1872)

 • Mynd af LEIÐI JÓRUNNAR MAGNÚSDÓTTUR (1842 – 1872)
 • Mynd af LEIÐI JÓRUNNAR MAGNÚSDÓTTUR (1842 – 1872)
 • Mynd af LEIÐI JÓRUNNAR MAGNÚSDÓTTUR (1842 – 1872)
Armar krossins á leiði Jórunnar eru teygðir og hann skreyttur með litlum krossi yfir áletruninni „Hér hvílir merkiskonan Jórunn Magnúsdóttir...“. Á sökkli krossins stendur „SVONA DAUðINN SVIPTIR ØLLU AF FOLDU – SVÍFIST EI HEIÐ UPPARLEGA VEIð – ALLT, Æ ALLT SKAL AFPTUR VERðA Að MOLDU – ER LAGT Á GJØRVALLT MANNKYNIð. Jórunn fæddist á eyjunni Engley í Kollafirði, dóttir hjónanna Ingunnar Gunnarsdóttur og Magnúsar Eilífssonar sem þar bjuggu. Í Engey bjuggu þá 56 manneskjur sem stunduðu margvísleg störf eins og landbúnað, dúntekju og skipasmíði. Jórunn giftist og átti sex börn sem öll voru í æsku þegar hún dó þrjátíu ára gömul. Mikill ættbogi er kominn frá Jórunni.

Athugasemdir

  Þú getur eða þessa leið