Niðurhal

Fjarlægð

4,28 km

Heildar hækkun

81 m

Tæknilegir erfiðleikar

Miðlungs

Lækkun

81 m

Hám. hækkun

58 m

Trailrank

45

Lágm. hækkun

1 m

Tegund leiðar

Hringur

Hnit

754

Hlaðið upp

19. júní 2020

Tekið upp

febrúar 2020

Búðu til leiðalistar

Flokkaðu leiðirnar sem þér líkar við í lista og deildu þeim með vinum þínum.

Sækja Wikiloc Premium Uppfæra til að fjarlægja auglýsingar
Búðu til leiðalistar Búðu til leiðalistar
Deila
-
-
58 m
1 m
4,28 km

Skoðað 1861sinnum, niðurhalað 5 sinni

nálægt Reykjavík, Höfuðborgarsvæði (Ísland)

Elliðaárdalur er vinsælasta útivistarsvæði Reykjavíkur og stærsta græna svæðið í borginni. Dalurinn býður upp á fjölbreytt umhverfi hvað varðar landslag, jarðfræði, fugla, fisk og gróður, en Elliðaárnar eru þó þungamiðja svæðisins. Í dalinn leitar fjöldi fólks allt árið, sérstaklega úr hverfunum í nágrenninu. Í norðurjaðri dalsins er Árbæjarsafn, sem er byggðasafn Reykjavíkur, staðsett á býlinu Árbæ, þar sem var rekin gisti og veitingaþjónusta um aldir, fyrir bændur, sem voru að reka kvikfé til Reykjavíkur til slátrunar, ásamt því að selja aðrar afurðir.
Varða

Elliðaárstöð og skógarstígar

 • Mynd af Elliðaárstöð og skógarstígar
 • Mynd af Elliðaárstöð og skógarstígar
 • Mynd af Elliðaárstöð og skógarstígar
 • Mynd af Elliðaárstöð og skógarstígar
 • Mynd af Elliðaárstöð og skógarstígar
Gangan byrjar við Elliðaárvirkjun sem var vígð 1921 af Kristjáni tíunda, þá konungi Íslands og Danmörku, Virkjunin framleiddi 1 MW í fyrstu, en var stækkuð í tveimur áföngum upp í 3 MW af umhverfisvænu rafmagni á fyrstu 15 árunum, með viðbótar vélbúnaði og miðlunarlóni í Elliðavatni, um 4 km ofar með ánni. Virkjunin var starfrækt nærri heila öld. Gengið í átt að vörðu 2. Við göngum inn á milli húsa gömlu Rafmagnsveitu Rvk. suður að ánni og beygjum til vinstri upp með ánni eftir göngustíg og komum fljótlega að eins km langri tyrfðri þrýstipípu (vinstra megin), sem flutti vatnið frá Árbæjarstíflu að stöðvarhúsinu. Eftir nokkur hundruð metra komum við að trébrú (stopp 2) suður yfir ána, þar sem við getum hlustað á niðinn í ánni, fuglasöng og jafnvel séð laxinn ganga upp ána með sporðaköstum í júní og júlí. Framundan er skógi vaxinn dalbotninn.
Varða

Skógrækt og gróður

 • Mynd af Skógrækt og gróður
 • Mynd af Skógrækt og gróður
 • Mynd af Skógrækt og gróður
 • Mynd af Skógrækt og gróður
Sagt er að álfar og dvergar búi í Elliðaárdalnum. Erla heitin Stefánsdóttir sjáandi gerði kort af álfa- og dvergabyggðinni (Sjá myndir af korti af álfabyggðinni við vörðu 2). Við göngum svo suður yfir árhólmann, gegnum 60 ára gamlan skóginn, sem starfsmenn Rafmagnsveitu Rvk gróðursettu og á göngubrú yfir syðri kvísl Elliðaánna. Árhólminn milli kvíslanna er löng hrauneyja, gerður af 5 þúsund ára gömlu hrauni, Leitarhrauni, sem kom upp á vatnaskilum Reykjanesskagans nokkrum km vestan við Þrengslaveginn. Þetta hraun rann einnig niður undir Ölfusárós við Hraun í Ölfusi. Elliðaárnar renna í tveimur kvíslum, sitt hvoru megin við hrauntauminn í dalbotninum.
Varða

Stífla, lón, lax og fuglar

 • Mynd af Stífla, lón, lax og fuglar
 • Mynd af Stífla, lón, lax og fuglar
 • Mynd af Stífla, lón, lax og fuglar
 • Mynd af Stífla, lón, lax og fuglar
Stóran hluta ársins er uppistöðulóninu skipt í tvennt, langsum eftir árhólmanum í miðjunni. Sunnan hólmans er ekkert lón á sumrin, þar sem meiri hluti ánna rennur út í gegnum botnrás stíflunnar, þannig að laxinn geti gengið óhindrað upp í efri hluta ánna allt upp að stíflunni við Elliðavatn.Við göngum nú eftir göngubrú ofan á Árbæjarstíflunni að norðurenda stíflunnar, þar sem vatnsborð lónsins er í nær fullri hæð og flesta daga er hægt að virða fyrir sér fjölda sundfuglal; endur, gæsir og álftir. Sumir þeirra verpa í hólmanum austans lónsins. Árbæjarstífla virkar sem langt yfirfall þegar leysingarflóð er í Elliðaánum. Við norðurenda stíflunnar eru inntakslokur, sem hleypa vatni inn í tæplega þriggja metra víðar þrýstivatnspípurnar, sem eru að mestu niðurgrafnar og liggja niður að stöðvarhúsinu (sjá vörðu 1). Við göngum eftir stíg meðfram Höfðabakka nokkur hundruð metra að undirgöngum vestur undir götuna yfir að innganginum að Árbæjarsafninu (varða 5), en hann er nákvæmlega þar sem gamla þjóðleiðin inn í Reykjavík lá fram yfir aldamótin 1900, leiðin kom að austan; fyrir sunnan Rauðavatn nákvæmlega eftir götunni Rofabæ í Árbæjarhverfi og framhjá innganginum í safnið og vestur meðfram túngarðinum ofan við Árbæjarkirkju (varða 6), og síðan fram vestur sunnan við Ártúnsskóla og niður Reiðskarð að vörðu 1, þar sem gangan byrjaði.
Varða

Árbæjarsafn

 • Mynd af Árbæjarsafn
 • Mynd af Árbæjarsafn
 • Mynd af Árbæjarsafn
 • Mynd af Árbæjarsafn
 • Mynd af Árbæjarsafn
Árbæjarsafn er útisafn sem er opið allan ársins hring. Þar er safn gamalla húsa sem flest hafa verið flutt á safnasvæðið úr miðbæ Reykjavíkur. Svæðið skiptist í torg, þorp og sveitabæ með kirkju og gefur góða mynd af umhverfi og bæjarbrag í Reykjavík frá 19. til snemma á 20. öld (www.borgarsogusafn.is).
Varða

Árbær og torfkirkjan

 • Mynd af Árbær og torfkirkjan
 • Mynd af Árbær og torfkirkjan
 • Mynd af Árbær og torfkirkjan
 • Mynd af Árbær og torfkirkjan
Árbæjar er fyrst getið í heimildum frá 15 öld. Núverandi bæjarhús eru frá aldamótunum 1900. Búskapur lagðist af í Árbæ árið 1948. Hægt er að skoða bæinn (www.borgarsogusafn.is). Safnakirkjan í Árbæjarsafni var upphaflega reist á Silfrastöðum í Skagafirði árið 1842 en endurbyggð sem baðstofa um 1900. Kirkjan hefur staðið á safninu síðan 1961 (www.borgarsogusafn.is).
Varða

Gamla þjóðleiðin til Reykjavíkur

 • Mynd af Gamla þjóðleiðin til Reykjavíkur
 • Mynd af Gamla þjóðleiðin til Reykjavíkur
Við göngum nú út úr safninu og snúum til vesturs, meðfram girðingunni umhverfis safnið eftir malbikuðum stíg, sem liggur fyrir sunnan Ártúnsskóla, alla leið niður að stöðvarhúsi Elliðaárvirkjunnar. Stígurinn liggur áfram niður frekar bratt skarð, Reiðskarð (varða 7), sem vísar í gamlan ferðamáta þegar menn riðu á hestum til þorpsins Reykjavíkur.
Varða

Lok göngunnar

 • Mynd af Lok göngunnar
 • Mynd af Lok göngunnar
Rétt fyrir neðan Reiðskarð göngum við framhjá heimili og vinnustofu eins þekktasta listmálara landsins af yngri kynslóðinni, Georgs Guðna heitins, sem dó úr hjartaslagi aðeins 50 ára gamall. Hann var þekktur fyrir heillandi og dularfullar landslagsmyndir oft af algerlega flötu landi í mistri. Þessi verk hans finnast í listasöfnum víða um lönd. Gangan endar eftir um 200 metra á bílastæði gegnt stöðvarhúsi Elliðaárvirkjunar (varða 1).
Varða

Brú yfir syðri kvíslina og vistvænn jarðhiti

 • Mynd af Brú yfir syðri kvíslina og vistvænn jarðhiti
 • Mynd af Brú yfir syðri kvíslina og vistvænn jarðhiti
 • Mynd af Brú yfir syðri kvíslina og vistvænn jarðhiti
 • Mynd af Brú yfir syðri kvíslina og vistvænn jarðhiti
 • Mynd af Brú yfir syðri kvíslina og vistvænn jarðhiti
Af göngubrúnni (varða 3) sjáum við rauð smáhýsi á suðurbakkanum sem byggð eru yfir dælustöðvar Orkuveitunnar sem dæla upp 90 gráða heitu jarðhitavatni upp úr allt að 2,3 km djúpum holum, sem boraðar voru eftir 1967 og eru 8 þeirra nýttar. Hér eru framleidd 15 MW, eða 5% af jarðhitaþörf höfuðborgarsvæðisins. Þetta vatn fer beint inn í hitaveitukerfið. Við göngum nú upp með suðurbakka vesturkvíslarinnar og komum brátt að hæsta fossi í ánum, Kermóafossi, þar sem áin fellur ofan af syðri hraunjaðrinum. Þetta er hið fræga „Indjánagil”, þar sem margar kynslóðir Árbæjar- og Breiðholtsbarna hafa leikið sér á sumrin. Þar fyrir ofan er Höfðabakkabrúin, þar sem þung umferðin brunar þvert yfir dalinn vel fyrir ofan dalbotnin. Skömmu ofar komum við að suðurenda Árbæjarstíflu, sem er stórt steypumannvirki, byggt á 3ja áratug 20. aldar og myndaði inntakslón Elliðaárvirkjunar (varða 4).

Athugasemdir

  Þú getur eða þessa leið