Niðurhal

Fjarlægð

3,21 km

Heildar hækkun

14 m

Tæknilegir erfiðleikar

Miðlungs

Lækkun

14 m

Hám. hækkun

9 m

Trailrank

45

Lágm. hækkun

-5 m

Tegund leiðar

Hringur

Hnit

575

Hlaðið upp

12. júní 2020

Tekið upp

mars 2020

Leiðsögn úti í náttúrunni

Fylgdu milljónum útisvistarleiða í snjallsímanum. Jafnvel án nettengingar!

Sækja Wikiloc Premium Uppfæra til að fjarlægja auglýsingar
Leiðsögn úti í náttúrunni Leiðsögn úti í náttúrunni
Vertu fyrst/ur til að klappa
Deila
-
-
9 m
-5 m
3,21 km

Skoðað 1299sinnum, niðurhalað 8 sinni

nálægt Reykjavík, Höfuðborgarsvæði (Ísland)

Göngunni milli styttna í Reykjavík má lýsa sem göngu um evrópska og íslenska menningar og listasögu. Stytturnar eru mikilvæg kennileiti Reykjavíkur og endurspegla sögu þjóðarinnar. Gangan hefst og henni lýkur á Arnarhóli, við styttu Ingólfs Arnarsonar. Hún fylgir síðan eftir tímalínu sögunnar og leiðir okkur milli styttna af okkar áhrifamestu persónum í sögulegu og listrænu samhengi. Listaverkin og höfundar þeirra eru stuttlega kynntir Flestir þessara listamanna voru menntaðir í listaskólum á meginlandi Evrópu eins og sjá má af verkum þeirra og það er ekki síður áhugavert að sjá áhrif þess á íslenska menningu. Gangan er auðveld og nóg af bekkjum til að fá sér sæti á og hvílast. Listasafn Reykjavíkur gerði árið 2019 að ári útilistaverka. Smáforriti safnsins “Útilistaverk í Reykjavík” má hlaða niður ókeypis á snjallsíma.
Varða

Te og kaffi

 • Mynd af Te og kaffi
 • Mynd af Te og kaffi
Te og kaffi, kaffihús þar sem gott er að setjast niður og fá sér kaffi og köku.
Varða

Skúli fógeti Magnússon, Guðmundur Einarsson

 • Mynd af Skúli fógeti Magnússon, Guðmundur Einarsson
 • Mynd af Skúli fógeti Magnússon, Guðmundur Einarsson
 • Mynd af Skúli fógeti Magnússon, Guðmundur Einarsson
Skúli Magnússon, fógeti (1711-1704) Hann hefur verið nefndur faðir Reykjavíkur. Skúli var einn helsti boðberi upplýsingarinnar á Íslandi. Hann var kallaður Skúli fógeti, þar sem hann gegndi embætti landfógeta, embættismaður Danakonungs. Varð hann síðar einn helsti drifkrafturinn á bak við stofnun innréttinganna, með það fyrir augum að koma á laggirnar verksmiðjuframleiðslu á Íslandi. https://is.wikipedia.org/wiki/Skúli_Magnússon https://listasafnreykjavikur.is/frettir/listaverk-vikunnar-skuli-magnusson Guðmundur Einarsson (1895-1963) tileinkaði sér mörg listform, en var frumkvöðull í höggmyndalist og leirmunagerð. Hann stundaði nám í myndlist á Íslandi (1911-13 og 1916), í Kaupmannahöfn (1919-1920) og í Munchen (1920-1925). Guðmundur var umdeildur meðan hans naut við og var á sinni tíð einn af mest áberandi myndlistarmönnum landsins. Eftir hann liggur fjöldi verka. https://is.wikipedia.org/wiki/Guðmundur_frá_Miðdal
Varða

Ingibjörg H. Bjarnason, Ragnhildur Stefánsdóttir

 • Mynd af Ingibjörg H. Bjarnason, Ragnhildur Stefánsdóttir
 • Mynd af Ingibjörg H. Bjarnason, Ragnhildur Stefánsdóttir
 • Mynd af Ingibjörg H. Bjarnason, Ragnhildur Stefánsdóttir
Ingibjörg H. Bjarnason (1868-1941) var fyrsta konan sem tók sæti á Alþingi 1922 þar sem hún sat til ársins 1930. Hún skipaði mikilvægt hlutverk í kvenréttindabaráttunni í byrjun 20. aldar. Minnisvarðinn var vígður hinn 19. júní árið 2015, þegar hundrað ár voru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Styttan var fyrsta heila höggmyndin sem gerð var af nafngreindri konu í Reykjavík. https://notendur.hi.is/jtj/vefsidurnemenda/Konur/ingibjorgh.htm https://is.wikipedia.org/wiki/Ingibjörg_H._Bjarnason https://www.althingi.is/thingmenn/althingismannatal/konur-a-althingi/hoggmynd-af-ingibjorgu-h.-bjarnason/ Ragnhildur Stefánsdóttir (1958-), íslenskur myndhöggvari. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóann (1977-1981), og hélt síðan til lista- og hönnunarskóla í Minnesota í Bandaríkjunum (1987) lauk hún framhaldsnámi við Fagurlistaskóla Carnegie-Mellon háskólans í Pittsburg, en á námstíma sínum hafði hún tekið nokkurn þátt í sýningarhaldi þar um slóðir sem og á Íslandi að námi loknu. Meðal þekktustu verka Ragnhildar er þessi höggmynd af Ingibjörgu H. Bjarnason. https://is.wikipedia.org/wiki/Ragnhildur_Stefánsdóttir https://www.mbl.is/greinasafn/grein/111618/ https://www.frettabladid.is/timamot/er-svo-heppin-a-vera-aettu-alls-staar-a/
Varða

Jón Sigurðsson forseti, Einar Jónsson

 • Mynd af Jón Sigurðsson forseti, Einar Jónsson
 • Mynd af Jón Sigurðsson forseti, Einar Jónsson
 • Mynd af Jón Sigurðsson forseti, Einar Jónsson
Jón Sigurðsson forseti (1811-1879) var leiðtogi sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á 19. öld. Styttuna og lágmyndina „Brautryðjandinn“ gerði Einar Jónsson myndhöggvari í tilefni af 100 ára afmæli Jóns Sigurðssonar 17. júní 1911. Íslendingar bæði heima og vestanhafs gáfu styttuna. Hún var reist við Stjórnarráðshúsið 1911 en flutt á Austurvöll 1931. https://is.wikipedia.org/wiki/Jón_Sigurðsson_(forseti) Einar Jónsson (1874-1954), myndhöggvari http://www.lej.is/einarjonsson/ferill/
Varða

Jón Vídalín, Ríkarður Jónsson

 • Mynd af Jón Vídalín, Ríkarður Jónsson
 • Mynd af Jón Vídalín, Ríkarður Jónsson
 • Mynd af Jón Vídalín, Ríkarður Jónsson
 • Mynd af Jón Vídalín, Ríkarður Jónsson
Jón Vídalín (1666-1720). Minnisvarðinn af lærdómsmanninum, prédikaranum og helsta latínuskáldi sinnar tíðar var reistur við Dómkirkjuna 1920. Hann var besta latínuskáld sinnar tíðar og afburða kennimaður, samdi predikanir og áhrifaríka húslestrapostillu, Vídalínspostillu, sem prentuð var og lesið úr nær daglega á flestum heimilum landsins langt fram á 19. öld. Hann var biskup í Skálholti 1698–1720. https://gamalt.skalholt.is/frodleikur/biskupar/jon_vidalin/ https://is.wikipedia.org/wiki/Jón_V%C3%ADdal%C3%ADn Ríkarður Jónsson (1888-1977) íslenskur myndhöggvari og tréskurðarlistamaður. Hann stundaði nám í tréskurði í Reykjavík (1905-1908), við höggmyndadeild Listaháskólans í Kaupmannahöfn (1911-1914) og fór í námsferðir til Ítalíu. Lagði hann áherslu á sem eðlilegast útlit fyrirmynda sinna, hvort sem um var að ræða mannamyndir eða tréskurðarmótíf. Hann hélt tryggð við natúralisma, sem hann kynntist á námsárum sínum en hafnaði þeim framúrstefnulegu stílbrögðum sem voru í algleymi á hans tíð. https://djupivogur.is/Mannlif/Menning/merkir-djupavogsbuar/Rikardur-Jonsson/ https://is.wikipedia.org/wiki/R%C3%ADkarður_Jónsson
Varða

Hannes Hafstein, Einar Jónsson

 • Mynd af Hannes Hafstein, Einar Jónsson
 • Mynd af Hannes Hafstein, Einar Jónsson
Hannes Þórður Hafstein (1861-1922) var íslenskt skáld, sýslumaður og fyrsti ráðherra Íslands (1904-1909). Hann stendur hnarreistur á háum stalli vinstra megin fyrir framan Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu og horfir út yfir Reykjavíkurhöfn. https://is.wikipedia.org/wiki/Hannes_Hafstein Einar Jónsson (1874-1954), myndhöggvari http://www.lej.is/einarjonsson/ferill/
Varða

Kristján IX Danakonungur, Einar Jónsson

 • Mynd af Kristján IX Danakonungur, Einar Jónsson
 • Mynd af Kristján IX Danakonungur, Einar Jónsson
 • Mynd af Kristján IX Danakonungur, Einar Jónsson
Minnisvarði um Kristján IX Danakonung var afhjúpaður við Stjórnarráðshúsið í Reykjavík 1915. Styttan sýnir konung með stjórnarskrána í framréttri hendi, sem á að tákna afhendingu hennar til Íslensku þjóðarinnar 1874. https://www.visindavefur.is/svar.php?id=1880# https://www.mbl.is/greinasafn/grein/724902/ Einar Jónsson (1874-1954), myndhöggvari http://www.lej.is/einarjonsson/ferill/
Varða

Ingólfur Arnarson, Einar Jónsson

 • Mynd af Ingólfur Arnarson, Einar Jónsson
 • Mynd af Ingólfur Arnarson, Einar Jónsson
 • Mynd af Ingólfur Arnarson, Einar Jónsson
 • Mynd af Ingólfur Arnarson, Einar Jónsson
Landnámsmaðurinn Ingólfur Arnarson er talinn sá fyrsti sem ásamt fjölskyldu sinni settist að á Íslandi á874 +/- í Reykjavík, nánar til tekið við Aðalstræti. Talið er að fyrstu landnámsmennirnir hafi flestir komið frá Vestur-Noregi. Styttan sýnir mann í herklæðum sem stendur við öndvegisbrík, prýdda drekahöfði, og heldur um reistan atgeir. https://is.wikipedia.org/wiki/Ingólfur_Arnarson Einar Jónsson (1874-1954), myndhöggvari, var einn þeirra listamanna sem í byrjun nýrrar aldar lögðu grunn að nútímamyndlist hér á landi og sá fyrsti sem gerði höggmyndalist að aðalstarfi. Stundaði nám í Kaupmannahöfn (1896-1899), síðar í Róm og Berlín, en var einnig við störf í Bandaríkjunum. Hann var undir áhrifum úr þjóðsagnararfi Íslendinga og norrænni goðafræði, sem og trúarlegum mótífum. Einar á fleiri verk á leið okkar milli stytta í miðbænum. http://www.lej.is/einarjonsson/ferill/
Varða

Óþekkti embættismaðurinn, Magnús Tómasson

 • Mynd af Óþekkti embættismaðurinn, Magnús Tómasson
 • Mynd af Óþekkti embættismaðurinn, Magnús Tómasson
 • Mynd af Óþekkti embættismaðurinn, Magnús Tómasson
 • Mynd af Óþekkti embættismaðurinn, Magnús Tómasson
Óþekkti embættismaðurinn, sá ósýnilegi sem vinnur verkin á bakvið tjöldin eða sá sem kemst ekki út fyrir boxið !!! Honum var upphaflega komið fyrir í garðinum á bakvið Hótel Borg en hefur verðugri sess núna þar sem hann stendur fyrir framan Iðnó og steðjar inn í ráðhúsið. https://www.visir.is/g/2012120919527 Magnús Tómasson (1943-) er íslenskur myndlistarmaður. Að loknu menntaskólanámi hélt hann til Kaupmannahafnar í nám við Konunglegu listaakademíuna. Þar lærði hann í málaradeild, grafíkdeild og deild sem kallast „Mur og Rumkunst“. Að námi loknu þar hélt Magnús aftur heim til Íslands þar sem hann varð einn af forsprökkum SÚM hópsins sem stofnaður var á 7. áratugnum. https://is.wikipedia.org/wiki/Magnús_Tómasson https://www.mbl.is/greinasafn/grein/625138/
Varða

Víkingurinn, Sigurjón Ólafsson

 • Mynd af Víkingurinn, Sigurjón Ólafsson
 • Mynd af Víkingurinn, Sigurjón Ólafsson
 • Mynd af Víkingurinn, Sigurjón Ólafsson
Víkingurinn, tákn fyrir fyrstu landnámsmenn sem settust að á Íslandi í lok 9. aldar og komu frá Vestur Noregi. https://www.visindavefur.is/svar.php?id=6617 Sigurjón Ólafsson (1908-1982) hlaut fyrst tilsögn í myndlist og höggmyndalist á Íslandi og samhliða því tók hann sveinspróf í húsamálun. 1927 hélt hann til náms í Kaupmannahöfn í Konunglegu Akademíunni. Haustið 1930 hlaut hann gullverðlaun Akademíunnar fyrir styttuna, Verkamaðurinn. Hann nam í Rómaborg 1931−32 og lauk prófi frá Akademíunni árið 1935. Má finna verk eftir hann víða á Íslandi. http://www.lso.is/um_SO_i.htm
Varða

Styttan Adonis, Bertel Thorvaldsen

 • Mynd af Styttan Adonis, Bertel Thorvaldsen
 • Mynd af Styttan Adonis, Bertel Thorvaldsen
Adonis er guð fegurðarinnar og þrárinnar í grískri goðafræði. Bertel Thorvaldsen (1770-1844) var dansk / islenskur myndhöggvari. Ellefu ára gamall hóf hann nám við Listaháskólanum í Kaupmannahöfn. Málarinn Nicolai Abildgaard var hans helsti leiðbeinandi. Hann dvaldi mestan hluta ævinnar á Ítalíu. Höggmyndir hans er að finna víða í Evrópu og í Bandaríkjunum. Heimildir: Thorvaldsenmuseum.dk http://www.grethexis.com/bertel-thorvaldsen-the-dane-master-sculptor-of-greek-art/ https://en.wikipedia.org/wiki/Bertel_Thorvaldsen
Varða

Jónas Hallgrímsson, Einar Jónsson

 • Mynd af Jónas Hallgrímsson, Einar Jónsson
 • Mynd af Jónas Hallgrímsson, Einar Jónsson
Jónas Hallgrímsson (1807-1845) var eitt af ástsælustu skáldum Íslendinga og er afmælisdagur hans 16. nóvember opinberlega viðurkenndur sem dagur íslenskrar tungu en Jónas barðist mjög fyrir varðveislu íslenskunnar. Heimildir: Listasafn Einars Jónssonar http://www.lej.is/einarjonsson/ferill/ https://jonashallgrimsson.is/index.php?page=aviferill-jonasar https://en.wikipedia.org/wiki/Jónas_Hallgr%C3%ADmsson
Varða

Hafmeyjan, Nína Sæmundsson

 • Mynd af Hafmeyjan, Nína Sæmundsson
 • Mynd af Hafmeyjan, Nína Sæmundsson
Hafmeyjan sem hér er sýnd er eftirmynd af upprunalegu styttunni frá 1948 en styttan var sprengd í loft upp árið 1960 á nýársdag. Goðsögn er til um hafmeyjuna á Íslandi sem situr undir kletti í sjónum og syngur og laðar þannig að sér sjómenn, þeir hverfa í fang hafmeyjunnar og eiga ekki afturkvæmt til baka. Nína Sæmundsson(1892 – 1965) stundaði undirbúningsnám við Teknisk Selskabs Skole 1915 til 1916 í höggmyndadeild Konungleglegu Listaakademíunnar í Danmörku. Nína lauk námi 1920. Hennar frægasta verk er líklega styttan yfir inngangi Waldorf Astoria hótelsins í New York. Heimildir: https://sarpur.is/Syning.aspx?ID=460&search=&filter=1&museumID=-1&typeID=-1&page=1&skraID=-1&pageSize=16 https://www.icelandreview.com/news/jon-gnarr-receives-mermaid/ http://mermaidsofearth.com/mermaid-statues-mermaid-sculptures/public/hafmeyjan-the-icelandic-mermaid/ https://is.wikipedia.org/wiki/N%C3%ADna_Sæmundsson
Varða

Sonur, Ólöf Pálsdóttir

 • Mynd af Sonur, Ólöf Pálsdóttir
 • Mynd af Sonur, Ólöf Pálsdóttir
 • Mynd af Sonur, Ólöf Pálsdóttir
Ólöf Pálsdóttir (fædd 1920) nam myndlist s.s. í Árósum og Kaupmannahöfn, Róm Egyptalandi og víðar. Áhugi Ólafar á höggmyndalist vaknaði í gegnum bókmenntir. Hún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1970 og kjörin heiðursfélagi Konunglega breska myndhöggvarafélagsins 1987. Fyrir myndastyttuna „Sonur“ fékk Ólöf Pálsdóttir verðlaun árið 1955, gullmedalíu Hins konunglega listaháskóla í Kaupmannahöfn. Ingiríður Danadrottnig afhenti verðlaunin. Þessi stytta er tileinkuð móður listakonunnar og hugsuð sem tákn íslenskrar æsku. Heimildir: Wikipedia.org https://is.wikipedia.org/wiki/Ólöf_Pálsdóttir http://www.krom.is/olof-palsdottir-myndhoggvari/ Mbl.is https://www.mbl.is/greinasafn/grein/363348/
Varða

Skálda bekkur, Halla Gunnarsdóttir

 • Mynd af Skálda bekkur, Halla Gunnarsdóttir
 • Mynd af Skálda bekkur, Halla Gunnarsdóttir
Verkið er til heiðurs Reykjavíkurskáldinu Tómasi Guðmundssyni. https://bokmenntaborgin.is/tjornin-tomas-gudmundsson https://bokmenntaborgin.is/en/reykjavik-city-lake-tomas-gudmundsson https://sim.is/halla-gunnarsdottir-look-us/ https://is.linkedin.com/in/halla-gunnarsdóttir-715218b8 Halla Gunnarsdottir (1974 - ) stundaði nám við Florence Academy of Art 1994 og lauk MFA I NY Academy of Art 2003 og er með gráðu frá Sorbonne, París . Hún vann samkeppni á vegum Reykjavíkurborgar fyrir þetta verk sitt skálda bekkur.
Varða

Varðmennirnir, Steinunn Þórarinsdóttir

 • Mynd af Varðmennirnir, Steinunn Þórarinsdóttir
 • Mynd af Varðmennirnir, Steinunn Þórarinsdóttir
 • Mynd af Varðmennirnir, Steinunn Þórarinsdóttir
Tákn eða Varðmenn‚ eru ellefu styttur á þaki Arnarhvols. þar sem fjármálaráðuneytið er til húsa. Listaverkið er sett upp í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur, af því tilefni að safnið varpar ljósi á list í almannarými árið 2019. Sýningin var fyrst sett upp á sögusafni þýska hersins í Dresden á sýningu sem nefndist Targeted interventions eða Hnitmiðuð inngrip. https://www.ruv.is/frett/vardmenn-steinunnar-a-thaki-arnarhvols Steinunn TÞórarinsdóttir (1955- ) myndhöggvari, stundaði nám á Englandi (1974-1979) og Ítalíu (1979-1980). Hefur hún unnið að fígúratífum skúlptúr frá byrjun ferils síns. Fígúrur hennar eru kynlaus tákn mennskunnar. Þau hafa frá upphafi tengst íslenskri náttúru sterkum böndum. Samtal mannsins við náttúruna, umhverfi sitt og samfélagið er leiðarstef í list hennar. Steinunn hefur gert fjöldann allan af verkum sem eru áberandi í borgarlandinu. Hún hefur sýnt víða um heim svo sem í Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Japan og Kína. https://listasafnreykjavikur.is/syningar/steinunn-thorarinsdottir-takn
Varða

Úr álögum, Einar Jónsson

 • Mynd af Úr álögum, Einar Jónsson
 • Mynd af Úr álögum, Einar Jónsson
 • Mynd af Úr álögum, Einar Jónsson
Úr álögum, Einar Jónsson (1874-1954 ). Megin þema þessa verks er andleg þróun og guðdómlegt eðli mannsins. Einar Jónsson lærði í þrjú ár í Kaupmannahöfn og dvaldist eitt ár í Róm. Flest verka hans eru í Hnitbjörgum, Listasafni Einars Jónssonar við Hallgrímskirkju. http://www.lej.is/einarjonsson/ferill/
Varða

Piltur og stúlka, Þorbjörg Pálsdóttir

 • Mynd af Piltur og stúlka, Þorbjörg Pálsdóttir
 • Mynd af Piltur og stúlka, Þorbjörg Pálsdóttir
 • Mynd af Piltur og stúlka, Þorbjörg Pálsdóttir
 • Mynd af Piltur og stúlka, Þorbjörg Pálsdóttir
 • Mynd af Piltur og stúlka, Þorbjörg Pálsdóttir
Piltur og stúlka, Þorbjörg Pálsdóttir (1919-2009). Kata og Stebbi er undirtitill verksins eftir unglingum í fjölskyldu listakonunnar. Hún lærði ljósmyndun í Reykjavík og stundaði síðan nám í Stokkhólmi. Hún var einn af stofnendum félags höggmyndalistamanna, 1972. Heimildir: https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1310900/ https://en.wikipedia.org/wiki/Þorbjörg_Pálsdóttir
Varða

Maður og kona, Tove Olafsson

 • Mynd af Maður og kona, Tove Olafsson
 • Mynd af Maður og kona, Tove Olafsson
 • Mynd af Maður og kona, Tove Olafsson
Maður og kona, Tove Olafsson (1909-1992), fædd í Danmörku. Hún giftist Sigurjóni Ólafssyni, myndhöggvara og fluttist til Íslands. Verk hennar eru mikils metin í Danmörku sem og hér á landi. https://safneign.listasafnreykjavikur.is/is/hofundur/38 https://skulpturguide.hjoerring.dk/kunstnere/o/olafsson-tove
Varða

Landnámskonan, Gunnfríður Jónsdóttir

 • Mynd af Landnámskonan, Gunnfríður Jónsdóttir
 • Mynd af Landnámskonan, Gunnfríður Jónsdóttir
 • Mynd af Landnámskonan, Gunnfríður Jónsdóttir
Landnáms konan, Gunnfríður jónsdóttir, (1889-1968). Þetta er hennar síðasta verk og lýsir kvennskörungum fyrri alda og fram á þennan dag. Hún var gift Ásmundi Sveinssyni, myndhöggvara. Hún dvaldi lengi í Stokkhólmi og var síðan í Kaupmannahöfn, Berlin og París. https://is.wikipedia.org/wiki/Gunnfr%C3%ADður_Jónsdóttir
Varða

Skúlptúr, Gerður Helgadóttir

 • Mynd af Skúlptúr, Gerður Helgadóttir
 • Mynd af Skúlptúr, Gerður Helgadóttir
 • Mynd af Skúlptúr, Gerður Helgadóttir
Gerður Helgadóttir (1928 – 1975) nam við Myndlista- og handíðaskólann árið 1945 og 1946 Sigurjón Ólafsson myndhöggvari var leiðbeinandi hennar sumarið 1947. Stundaði nám í Accademia di Belle arte í Flórens, Académic de la Grande Chaumiére 1949 – 1950. Hún var sæmd Riddarakrossinum1974. Listasafn Kópavogs heitir Gerðarsafn henni til heiðurs. Heimildir: https://is.wikipedia.org/wiki/Gerður_Helgadóttir https://is.wikipedia.org/wiki/Gerðarsafn https://gerdarsafn.kopavogur.is/en/the-collection/gerdur-helgadottir

Athugasemdir

  Þú getur eða þessa leið