isfold
36 4 95

Moving time  48 mínútur

Tími  ein klukkustund 27 mínútur

Hnit 575

Uploaded 19. mars 2020

Recorded mars 2020

-
-
9 m
-5 m
0
0,8
1,6
3,22 km

Skoðað 8sinnum, niðurhalað 2 sinni

nálægt Reykjavík, Höfuðborgarsvæði (Ísland)

Reykjavík sögulegar styttur
mynd

Arnarhóll, Ingólfur Arnarson

Landnámsmaðurinn Ingólfur Arnarson er talinn sá fyrsti sem settist að á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni 874 +/- í Reykjavík, nánar til tekið við Aðalstræti. Talið er að fyrstu landnámsmennirnir hafi flestir komið frá Vestur-Noregi. Styttan sýnir mann í herklæðum sem stendur við öndvegisbrík, prýdda drekahöfði, og heldur um reistan atgeir. https://is.wikipedia.org/wiki/Ingólfur_Arnarson Einar Jónsson (1874-1954), myndhöggvari, var einn þeirra listamanna sem í byrjun nýrrar aldar lögðu grunn að nútímamyndlist hér á landi og sá fyrsti sem gerði höggmyndalist að aðalstarfi. Stundaði nám í Kaupmannahöfn (1896-1899), síðar í Róm og Berlín, en var einnig við störf í Bandaríkjunum. Hann var undir áhrifum úr þjóð sagnararfi Íslendinga og norrænni goðafræði, sem og trúarlegum mótífum. Einar á fleiri verk á leið okkar milli stytta í miðbænum. http://www.lej.is/einarjonsson/ferill/ Ingólfur Arnarson is recognized to be the first permanent settler in Iceland together with his family (874 +/-). Settled down in Reykjavik, namely in Adalstræti in the city centre. It is believed that most of the first settlers in Iceland came from West Norway. The statue shows a man in armor standing by a seat bracket decorated with a dragon's head, and holding on to erect “atgeir”. https://en.wikipedia.org/wiki/Ingólfr_Arnarson Einar Jónsson (1874-1954) was Iceland's first sculptor. He was one of the artists who, at the beginning of the new century, laid the foundation for modern art in Iceland and the first to make sculpture as a main work. He studied in Copenhagen from (1896-1899) later in Rome and Berlin, as well as working in the USA. He was inspired by the Icelandic legends as well as the Nordic mythology religious motifs. There are more of his statues on our way between the statues in the city centre. http://www.lej.is/en/einar-jonsson/carreer/
mynd

Kristján IX Danakonungur

Minnisvarði um Kristján IX Danakonung var afhjúpaður við Stjórnarráðshúsið í Reykjavík 1915. Styttan sýnir konung með stjórnarskrána í framréttri hendi, sem á að tákna afhendingu hennar til Íslensku þjóðarinnar 1874. https://www.visindavefur.is/svar.php?id=1880# https://www.mbl.is/greinasafn/grein/724902/ Einar Jónsson (1874-1954), myndhöggvari http://www.lej.is/einarjonsson/ferill/ The statue of Christian IX King of Denmark was placed at the Government House in Reykjavik in 1915. The statue shows the king with the constitution in the right hand, which is to represent its surrender to the Icelandic nation in 1874. Einar Jónsson (1874-1954) was Iceland's first sculptor http://www.lej.is/en/einar-jonsson/carreer/
mynd

Hannes Þ. Hafstein

Hannes Þórður Hafstein (1861-1922) var íslenskt skáld, sýslumaður og fyrsti ráðherra Íslands (1904-1909). Hann stendur hnarreistur á háum stalli vinstra megin fyrir framan Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu og horfir út yfir Reykjavíkurhöfn. https://is.wikipedia.org/wiki/Hannes_Hafstein Einar Jónsson (1874-1954), myndhöggvari http://www.lej.is/einarjonsson/ferill/ Hannes Thordur Hafstein (1861-1922) Minister for Iceland (1904-1909), which was a post in the Danish cabinet for Icelandic affairs. He stands erect on a high pedestal in front of the Government House at Lækjargata and looks out over the harbor of Reykjavik. https://en.wikipedia.org/wiki/Hannes_Hafstein Einar Jónsson (1874-1954) was Iceland's first sculptor http://www.lej.is/en/einar-jonsson/carreer/
mynd

Jón Vídalín

Jón Vídalín (1666-1720), minnisvarðinn af lærdómsmanninum, prédikaranum og helsta latínuskáldi sinnar tíðar var reistur við Dómkirkjuna 1920. Hann var besta latínuskáld sinnar tíðar og afburða kennimaður, samdi predikanir og áhrifaríka húslestrapostillu, Vídalínspostillu, sem prentuð var og lesið úr nær daglega á flestum heimilum landsins langt fram á 19. öld. Hann var biskup í Skálholti 1698–1720. https://gamalt.skalholt.is/frodleikur/biskupar/jon_vidalin/ https://is.wikipedia.org/wiki/Jón_V%C3%ADdal%C3%ADn Ríkarður Jónsson (1888-1977) íslenskur myndhöggvari og tréskurðarlistamaður. Hann stundaði nám í tréskurði í Reykjavík (1905-1908), við höggmyndadeild Listaháskólans í Kaupmannahöfn (1911-1914) og fór í námsferðir til Ítalíu. Lagði hann áherslu á sem eðlilegast útlit fyrirmynda sinna, hvort sem um var að ræða mannamyndir eða tréskurðarmótíf. Hann hélt tryggð við natúralisma, sem hann kynntist á námsárum sínum en hafnaði þeim framúrstefnulegu stílbrögðum sem voru í algleymi á hans tíð. https://djupivogur.is/Mannlif/Menning/merkir-djupavogsbuar/Rikardur-Jonsson/ https://is.wikipedia.org/wiki/R%C3%ADkarður_Jónsson Ríkarður Jónsson (1888-1977) an Icelandic sculptor and wood carver. His early training was as a wood carver (1905-1908), he studied sculpture in Copenhagen Academy of the Arts (1911-1914) and did some study visits to Italy. He emphasized the most natural look of his role models, whether it be human images or a woodcut motif. He remained loyal to naturalism, which he became familiar with during his years of study, but rejected the futuristic styles that were common in his time. https://en.wikipedia.org/wiki/R%C3%ADkarður_Jónsson Jón Vídalín (1666-1720), the memorial to the scholar, preacher, and principal Latin poet of his time, was erected at the Cathedral in 1920. He was the best Latin poet of his time and a distinguished scholar, composed sermons and best known for his Húss-Postilla “Sermons for the Home”, Read daily in most of the country's homes well into the 19th century. He was bishop of Skálholt from 1698 to 1720. https://www.britannica.com/biography/Jon-Thorkelsson-Vidali
mynd

Jón Sigurðsson forseti

Jón Sigurðsson forseti (1811-1879) leiðtogi sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á 19. öld. Styttuna og lágmyndina „Brautryðjandinn“ gerði Einar Jónsson myndhöggvari í tilefni af 100 ára afmæli Jóns Sigurðssonar 17. júní 1911. Íslendingar austanhafs og vestan gáfu styttuna. Hún var reist við Stjórnarráðshúsið 1911 en flutt á Austurvöll 1931. https://is.wikipedia.org/wiki/Jón_Sigurðsson_(forseti) Einar Jónsson (1874-1954), myndhöggvari http://www.lej.is/einarjonsson/ferill/ Jón Sigurðsson forseti (1811-1879) was the leader of Iceland´s independence movement in the 19th century. The statue and the relief "The Pioneer" made Einar Jónsson on the occasion of Jón Sigurðsson's 100th birthday on June 17th, 1911. Icelanders from the East and West gave the statue. It was built at the Government House in 1911 but moved to Austurvöll in 1931. https://en.wikipedia.org/wiki/Jón_Sigurðsson Einar Jónsson (1874-1954) was Iceland´s first sculptor http://www.lej.is/en/einar-jonsson/carreer/
mynd

Ingibjörg Bjarnason

Ingibjörg H. Bjarnason (1868-1941) var fyrsta konan sem tók sæti á Alþingi en hún var kosin á þing árið 1922 þar sem hún var fulltrúi Kvennalista. Hún sat á Alþingi til ársins 1930 fyrir Íhaldsflokkinn sem varð síðar Sjálfstæðisflokkurinn. Ingibjörg skipaði mikilvægt hlutverk í kvenréttindabaráttunni í byrjun 20. aldar og barðist einnig ötullega fyrir velferðarmálum, réttindum barna og réttindum þeirra sem stóðu höllum fæti í samfélaginu. Minnisvarðinn var vígður hinn 19. júní árið 2015, þegar hundrað ár voru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Styttan var fyrsta heila höggmyndin sem gerð var af nafngreindri konu í Reykjavík. https://notendur.hi.is/jtj/vefsidurnemenda/Konur/ingibjorgh.htm https://is.wikipedia.org/wiki/Ingibjörg_H._Bjarnason https://www.althingi.is/thingmenn/althingismannatal/konur-a-althingi/hoggmynd-af-ingibjorgu-h.-bjarnason/ Ragnhildur Stefánsdóttir (1958-), íslenskur myndhöggvari. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóann (1977-1981), og hélt síðan til lista- og hönnunarskóla í Minnesota í Bandaríkjunum (1987) lauk hún framhaldsnámi við Fagurlistaskóla Carnegie-Mellon háskólans í Pittsburg, en á námstíma sínum hafði hún tekið nokkurn þátt í sýningarhaldi þar um slóðir sem og á Íslandi að námi loknu. Meðal þekktustu verka Ragnhildar er þessi höggmynd af Ingibjörgu H. Bjarnason. https://is.wikipedia.org/wiki/Ragnhildur_Stefánsdóttir https://www.mbl.is/greinasafn/grein/111618/ https://www.frettabladid.is/timamot/er-svo-heppin-a-vera-aettu-alls-staar-a/ Ingibjörg H. Bjarnason (1868-1941) was the first woman to become a member of the Althingi, the parliament of Iceland, was elected in 1922-1930, where she represented women's liberation movement, stayed in parliament for the Conservative Party, which later became the Independence Party. Ingibjörg played an important role in the women's rights campaign in the early 20th century and also fought vigorously for the welfare, children's rights and the rights of those who stood at the foot of society. The monument was dedicated on June 19, 2015, when one hundred years had passed since women were granted the right to vote. The statue was the first complete sculpture made of a named woman in Reykjavik. https://en.wikipedia.org/wiki/Ingibjörg_H._Bjarnason Ragnhildur Stefánsdóttir, (1958-) is an Icelandic sculptor. She studied at the School of Fine Art and Crafts in Iceland (1977-1981) and completed an MFA degree from Carnegie Mellon University of the Arts University of Pittsburgh (1987). During her studies she played a part in exhibitions there on the grounds as well as in Iceland after her studies. Ragnhildur's best-known work is the sculpture by Ingibjörg H. Bjarnason. https://translate.google.com/translate?hl=en&sl=is&u=https://is.wikipedia.org/wiki/Ragnhildur_Stef%25C3%25A1nsd%25C3%25B3ttir&prev=search
mynd

Skúli Magnússon fógeti

Skúli Magnússon, fógeti (1711-1704) Hann hefur verið nefndur faðir Reykjavíkur. Skúli var einn helsti boðberi upplýsingarinnar á Íslandi. Hann var kallaður Skúli fógeti, þar sem hann gegndi embætti landfógeta, embættismaður Danakonungs. Varð hann síðar einn helsti drifkrafturinn á bak við stofnun Innréttinganna, með það fyrir augum að koma á laggirnar verksmiðjuframleiðslu á Íslandi. https://is.wikipedia.org/wiki/Skúli_Magnússon https://listasafnreykjavikur.is/frettir/listaverk-vikunnar-skuli-magnusson Guðmundur Einarsson (1895-1963) tileinkaði sér mörg listform, en var frumkvöðull í höggmyndalist og leirmunagerð. Hann stundaði nám í myndlist á Íslandi (1911-13 og 1916), í Kaupmannahöfn (1919-1920) og í Munchen (1920-1925). Guðmundur var umdeildur meðan hans naut við og var á sinni tíð einn af mest áberandi myndlistarmönnum landsins. Eftir hann liggur fjöldi verka. https://is.wikipedia.org/wiki/Guðmundur_frá_Miðdal Skúli Magnússon, The Sheriff (1711-1704) He has been named the father of Reykjavík. He was one of the main messengers of information in Iceland. He was called Skuli the Sheriff, where he held the office of land commissioner, the official of the King of Dan. He later became one of the main driving forces behind the establishment of Interiors, with the aim of establishing factory production in Iceland. https://translate.google.com/translate?hl=en&sl=is&u=https://is.wikipedia.org/wiki/Sk%25C3%25BAli_Magn%25C3%25BAsson&prev=search https://artmuseum.is/news/artwork-week-skuli-magnusson Guðmundur Einarsson (1895-1963) dedicated himself many forms of art, but he was a pioneer in sculpture and pottery. He studied art in Iceland (1911-13 and 1916), Copenhagen (1919-1920) and Munich (1920-1925). Guðmundur was one of the most prominent visual artists in the country. You can find numerous of his worksaround. https://en.wikipedia.org/wiki/Guðmundur_frá_Miðdal
mynd

Te og kaffi

Kaffihús, hér er gott að setjast aðeins niður og hvíla lúin bein. Café, here is a good place to sit down and rest your bones.
mynd

Óþekkti embættismaðurinn

Óþekkti embættismaðurinn, sá ósýnilegi sem vinnur verkin á bakvið tjöldin eða sá sem kemst ekki út fyrir boxið !!! Honum var upphaflega komið fyrir í garðinum á bakvið Hótel Borg en hefur verðugri sess núna þar sem hann stendur fyrir framan Iðnó og steðjar inn í ráðhúsið. https://www.visir.is/g/2012120919527 Magnús Tómasson (1943-) er íslenskur myndlistarmaður. Að loknu menntaskólanámi hélt hann til Kaupmannahafnar í nám við Konunglegu listaakademíuna. Þar lærði hann í málaradeild, grafíkdeild og deild sem kallast „Mur og Rumkunst“. Að námi loknu þar hélt Magnús aftur heim til Íslands þar sem hann varð einn af forsprökkum SÚM hópsins sem stofnaður var á 7. áratugnum. https://is.wikipedia.org/wiki/Magnús_Tómasson https://www.mbl.is/greinasafn/grein/625138/ The unknown official, the invisible who does the work behind the scenes or the one who can't get out of the box !!! He was originally placed in the yard behind Hotel Borg but has a worthy place now as he stands in front of Iðnó and steps into the town hall. https://www.visir.is/g/2012120919527 Magnús Tómasson (1943-) is an Icelandic artist. After completing high school, he went to Copenhagen to study at the Royal Academy of Art. There he studied in the painting- and graphics department, as well as a department called "Wall and Room Art" After graduating there, Magnús returned to Iceland, where he became one of the leaders of the SÚM group founded in the 1970s. https://is.wikipedia.org/wiki/Magnús_Tómasson
mynd

Víkingurinn. The Viking

Víkingurinn, tákn fyrir fyrstu landnámsmenn sem settust að á Íslandi í lok 9. aldar og komu frá Vestur Noregi. https://www.visindavefur.is/svar.php?id=6617 Sigurjón Ólafsson (1908-1982) hlaut fyrst tilsögn í myndlist og höggmyndalist á Íslandi og samhliða því tók hann sveinspróf í húsamálun. 1927 hélt hann til náms í Kaupmannahöfn í Konunglegu Akademíunni. Haustið 1930 hlaut hann gullverðlaun Akademíunnar fyrir styttuna af Verkamanni. Hann nam í Rómaborg 1931−32 og við lokapróf frá Akademíunni árið 1935. Má finna verk eftir hann víða á Íslandi. http://www.lso.is/um_SO_i.htm The Viking, a symbol for the first settlers who settled in Iceland at the end of the 9th century and came from Western Norway. https://www.why.is/svar.php?id=5434 Sigurjón Ólafsson (1908-1982) was first instructed in art and sculpture in Iceland and at the same time he took a boy's degree in house painting. In 1927 he went on to study in Copenhagen at the Royal Academy. In the fall of 1930, he was awarded the Academy Award for the statue of a Laborer. He graduated from Rome in 1931–32, and upon graduation from the Academy in 1935, Many works by him may be found in Iceland. http://www.lso.is/index_e.htm
mynd

Adonis

Adonis er guð fegurðarinnar og þráarinnar í grískri goðafræði. Skúlptúrar eftir Bertel Thorvaldsen finnast víðsvegar um heiminn, þó flest í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada Bertel Thorvaldsen myndhöggvari var komin af fátæku fólki og var fæddur í Kaupmannahöfn 19. nóvember 1770. Faðir hans var íslenskur skipa tréútskurðarmaður sem hafði flutts til Danmerkur. Móðir hans var dóttir skrifara frá Lemvig. Þegar teiknihæfileikar Bertels uppgötvuðust var hann sendur í Listaháskólann í Kaupmannahöf aðeins 11. ára gamall. Samtímis skólagöngu hjálpaði hann föður sínum með myndskurðinn í skipasmíðastöðinni. Málarinn Nicolai Abildgaard var verndari og leiðbeinandi Thorvaldssen og kynnti hann fyrir hirð Danmerkur. Síðar varð Bertel Thorvaldsen fyrsti og eini heiðursborgari Kaupmannahafnar. Bertel Thorvaldsen fékk skólastyrk eftir útskrift í Listaháskólanum sem hann notaði til framhaldsnáms á Ítalíu. Thorvaldsen dvaldi og starfaði rúmlega 40 ár í Róm og fagnaði komudegi sínum þangað 8. mars 1797 sem sínum rómverska afmælisdegi. Á 19. öld var lífið og listin innblásin af grískum fornminjum, klassísisma og var Thorvaldsen mjög listrænt fær um að tjá þessa blómgun klassískra hugsjóna í verkum sínum. Heimildir: Thorvaldsenmuseum.dk http://www.grethexis.com/bertel-thorvaldsen-the-dane-master-sculptor-of-greek-art/ https://en.wikipedia.org/wiki/Bertel_Thorvaldsen Adonis is the god of beauty and longing in Greek mythology. Sculptures by Bertel Thorvaldsen are found all over the world, though most in Europe, the US and Canada Bertel Thorvaldsen sculptor was descended from poor people and was born in Copenhagen on November 19, 1770. His father was an Icelandic ship carver who had moved to Denmark. His mother was the daughter of a writer from Lemvig. When Bertel's drawing skills were discovered, he was sent to the Academy of Arts in Copenhagen at just 11 years old. At the same time, he helped his father with the carving in the shipyard. The painter Nicolai Abildgaard was the patron and guide Thorvaldssen and introduced him to the court of Denmark. Later, Bertel Thorvaldsen became the first and only honorary citizen of Copenhagen. Bertel Thorvaldsen received a scholarship after graduating from the Academy of Fine Arts, which he used for his postgraduate studies in Italy. Thorvaldsen stayed and worked for over 40 years in Rome and celebrated his arrival there until March 8, 1797 as his Roman birthday. In the 19th century, life and art were inspired by Greek antiquity, classicism, and Thorvaldsen was very artistically able to express this flowering of classical ideals in his works. Sources: Thorvaldsenmuseum.dk http://www.grethexis.com/bertel-thorvaldsen-the-dane-master-sculptor-of-greek-art/ https://en.wikipedia.org/wiki/Bertel_Thorvaldsen
mynd

Jónas Hallgrímsson

Jónas Hallgrímsson (1807 - 1845) var náttúrufræðingur, rithöfundur og skáld. Hann var einn af svokölluðu Fjölnismönnum sem stofnuðu tímaritið Fjölni í Kaupmannahöfn árið 1835. Reyndu Fjölnismenn að efla íslenska þjóðernishyggju og hvetja til sjálfstæðis Íslendinga. Jónas Hallgrímsson var eitt af ástsælustu skáldum Íslendinga og er afmælisdagur hans 16. nóvember opinberlega viðurkenndur sem dagur íslenskrar tungu en Jónas barðist mjög fyrir varðveislu íslenskunnar. Einar Jónsson (1874 - 1954. Sautján ára fer Einar til Reykjavíkur til náms og tveimur árum síðar til Kaupmannahafnar til læra höggmyndalist. Fyrst lærir hann tréskurð hjá norska myndhöggvaranum Stephan Sinding sem hann var hjá í þrjú ár og lærði að höggva í marmara. Einar fékk styrk frá Alþingi til frekara náms og fór hann í Konunglega listaháskólann árið 1896. Á námsárum vann Einar drög að mörgum verkum sínum t.d. verkið Útlagar, sem hann sýndi á Vorsýningu Charlottenborgar. Var þetta upphaf ferils hans sem listamanns en einnig upphaf íslenskrar nútíma myndhöggvalistar. Myndefni sitt sótti Einar í þjóðsagnir um útilegumannasögur. Einar Jónsson fékk það hlutverk þegar hann kom heim frá námi að móta styttur af mönnum sem höfðu markað spor í sögu þjóðarinnar. „Það er hlutverk listarinnar að skapa nýja hugsun, sem sé tengill milli okkar og alheimsins. Ólíkt vísindunum byggist listin ekki á staðreyndum heldur sprettur hún úr ímyndunarafli listamannsins eins og Minerva úr höfði Seifs.“ Einar Jónsson Heimildir: Listasafn Einars Jónssonar http://www.lej.is/einarjonsson/ferill/ https://jonashallgrimsson.is/index.php?page=aviferill-jonasar https://en.wikipedia.org/wiki/Jónas_Hallgr%C3%ADmsson Jónas Hallgrímsson (1807 - 1845) was a naturalist, writer and poet. He was one of the so-called Poljans who founded the journal Fjölni in Copenhagen in 1835. The Poljans tried to promote Icelandic nationalism and encourage the independence of Icelanders. Jónas Hallgrímsson was one of Iceland's most beloved poets, and his birthday is November 16 officially recognized as the day of Icelandic language, but Jónas fought hard for the preservation of Icelandic. Einar Jónsson (1874 - 1954. At the age of seventeen, Einar goes to Reykjavik to study and two years later to Copenhagen to study sculpture. First, he studied woodcutting with Norwegian sculptor Stephan Sinding, where he stayed for three years and learned how to cut marble. received a grant from Althingi for further study and went to the Royal Academy of the Arts in 1896. During his studies, Einar drew on many of his works, for example the work Outlaws, which he exhibited at the Charlottenborg Spring Exhibition, which was the beginning of his career as an artist but also the beginning of Icelandic modern sculpture. Einar Jónsson took the role when he came home from school to form statues of men who had made a mark in the history of the nation. "It is the role of art to create new thinking, which is a link between us and the universe. Unlike science, art is not based on facts but springs from the imagination of the artist like Minerva from the head of Zeus. "Einar Jónsson   Sources: Einar Jónsson's Art Museum http://www.lej.is/einarjonsson/ferill/ https://jonashallgrimsson.is/index.php?page=aviferill-jonasar https://en.wikipedia.org/wiki/Jónas_Hallgr%C3%ADmsson
mynd

Hafmeyjan

Hafmeyjan sem hér er sýnd er eftirlíking af upprunalegu styttunni frá 1948 en styttan var sprengd í loft upp árið 1960 á nýársdag. Goðsögn er til um hafmeyjuna á Íslandi sem situr undir kletti í sjónum og syngur og laðar þannig að sér sjómenn, þeir hverfa í fang hafmeyjunnar og eiga ekki afturkvæmt til baka. Nína Sæmundson frá Nikulásurarhúsum í Fljótshlíð (1892 – 1965). Hún fór snemma til Danmerkur og hóf undirbúningsnám við Teknisk Selskabs Skole 1915 en árið eftir fékk hún inngöngu í höggmyndadeild við Konunglegu dönsku listaakademíuna í Charlottenborgarhöll, kennarar hennar voru Julius Schultz og Einar Utzon -Frank. Nína lauk námi 1920 og var hún fyrsta íslenska konan sem gerði höggmyndalist að ævistarfi sínu, hún starfaði lengst af í Bandaríkjunum. Síðustu árin helgaði Nína sig málaralist. Heimildir: https://sarpur.is/Syning.aspx?ID=460&search=&filter=1&museumID=-1&typeID=-1&page=1&skraID=-1&pageSize=16 https://www.icelandreview.com/news/jon-gnarr-receives-mermaid/ http://mermaidsofearth.com/mermaid-statues-mermaid-sculptures/public/hafmeyjan-the-icelandic-mermaid/ https://is.wikipedia.org/wiki/N%C3%ADna_Sæmundsson The mermaid shown here is a copy of the original statue from 1948 but the statue was blown up in 1960 on New Year's Day. There is a myth about the mermaid in Iceland who sits under a cliff in the sea and sings and attracts seamen, they disappear into the mermaid's lap and do not return. Nína Sæmundson from Nikulásurarhús in Fljótshlíð (1892 - 1965). She went to Denmark early and began preparatory studies at Teknisk Selskabs Skole in 1915, but the following year she joined the Sculpture Department at the Royal Danish Academy of Fine Arts in Charlottenborg Palace, her teachers being Julius Schultz and Einar Utzon-Frank. Nína graduated in 1920 and was the first Icelandic woman to make sculptural art for her life, working longest in the United States. In recent years, Nína devoted herself to painting. Sources: https://sarpur.is/Syning.aspx?ID=460&search=&filter=1&museumID=-1&typeID=-1&page=1&skraID=-1&pageSize=16 https://www.icelandreview.com/news/jon-gnarr-receives-mermaid/ http://mermaidsofearth.com/mermaid-statues-mermaid-sculptures/public/hafmeyjan-the-icelandic-mermaid/ https://is.wikipedia.org/wiki/N%C3%ADna_Sæmundsson
mynd

Sonur

Ólöf Pálsdóttir fæddist að Hólavöllum við Landakotstúnið í Reykjavík árið 1920. Ólöf er að efnuðu fólki komin og mikilli prestaætt í báða leggi og "varla var hægt að þverfóta fyrir prestum," eins og hún sjálf komst að orði. Hún fékk víðtæka menntun í myndlist s.s. í Árósum og Kaupmannahöfn í Danmörku, í Egyptalandi hjá prófessor Rames Wassef og í Rómarborg, Ítalíu við Academia di Danmarcia for Videnskab og Kunst. Áhugi Ólafar á myndhöggvaralist hófs í gegnum bókmenntir og keypti hún sér ung myndhöggvarabækur. Ólöf ákvað snemma að verða myndhöggvari en hún var brautryðjandi í því starfi á Íslandi. Hún var sendiherrafrú gift Sigurði Bjarnasyni frá Vigur og bjó víða um heim og reyndi að kynna íslenskt menningarlíf samhliða að stunda æist sína. Ólöf starfaði sem myndhöggvari á Íslandi og erlendis og var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1970 og kjörin heiðursfélagi Konunglega breska myndhöggvarafélagsins 1987. Fyrir myndastyttuna „Sonur“ fékk Ólöf Pálsdóttir verðlaun árið 1955, gullmedalíu Hins konunglega listaháskóla í Kaupmannahöfn, Ingiríður Danadrottnig afhenti verðlaunin. Styttan er hugsuð sem tákn íslenskrar æsku og er tileinkuð móður hennar. Fleiri skúlptúrar eftir íslenska frumkvöðla eru í þyrpingu höggmynda í Hljómskálagarðinum og kallast perlufesti. Heimildir: Wikipedia.org https://is.wikipedia.org/wiki/Ólöf_Pálsdóttir http://www.krom.is/olof-palsdottir-myndhoggvari/ Mbl.is https://www.mbl.is/greinasafn/grein/363348/ Ólöf Pálsdóttir (1920 -2018) an Icelandic sculptor. She received extensive education in fine art, such as in Aarhus and Copenhagen in Denmark, in Egypt and in Italy. Ólöf decided early on to become a sculptor, but she was a pioneer in that work in Iceland. She worked as a sculptor in Iceland and abroad and elected honorary member of the Royal British Sculpture Society in 1987. For the statue "Son", Ólöf Pálsdóttir received a prize in 1955, the gold medal of the Royal Copenhagen University College of Art, Ingiríður Danadrottnig. The statue is conceived as a symbol of Icelandic youth and is dedicated to its mother. Sources: Wikipedia.org https://en.wikipedia.org/wiki/Ólöf_Pálsdóttir http://www.krom.is/olof-palsdottir-myndhoggvari/ Mbl.is https://www.mbl.is/greinasafn/grein/363348/
mynd

Skúlptúr

Gerður Helgadóttir (1928 – 1975). Gerður var fædd að Tröllsnesi í Norðfirði. Foreldrar hennar voru Helgi Pálsson kaupfélagsstjóri og tónskáld og Sigríður Erlendsdóttir. Níu ára flytur Gerður til Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni. Gerður stundaði nám í Gagnfræðaskóla Austurbæjar í þrjú ár og fór síðan í Myndlista- og handíðaskólann árið 1945 og var þar um tveggja ára skeið. Engin myndhöggvaradeild var við skólann en Gerður og annar nemandi, fengu úthlutað rými, sem kallað var svínastían, til þess að stunda höggmyndalist sína. Sigurjón Ólafsson myndhöggvari veitti Gerði tilsögn um meðferð meitla og fleiri áhalda sumarið 1947 en um haustið fékk hún skólavist í Konunglegu dönsku akademíunni í Kaupmannahöfn. En vegna gjaldeyrishafta og fjárskorts varð ekkert úr skólavistinni. Með hjálp föður síns og fleiri velunnurum komst Gerður í tveggja ára framhaldsnám í Accademia di Belle arte í Flórens á Ítalíu. Þaðan fór hún til Parísar og stundaði nám í Académic de la Grande Chaumiére 1949 – 1950. Rússneskur myndhöggvari Ossip Zadkine var aðalkennari hennar þar og árið eftir var hún nemandi hans í einkaskóla. Fyrsta einkasýning Gerðar Helgadóttur var í Listamannaskálanum 1951. Hún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1974. Listasafns Kópavogs nefnist Gerðarsafn og er reist í minningu Gerðar Helgadóttur. Hún hannaði gluggana í Kópavogskirkju og var brautryðjandi þrívíddar abstraktlistar og glerlistar á Íslandi. Heimildir: https://is.wikipedia.org/wiki/Gerður_Helgadóttir https://is.wikipedia.org/wiki/Gerðarsafn https://gerdarsafn.kopavogur.is/en/the-collection/gerdur-helgadottir Gerður Helgadóttir (1928 – 1975 is Icelandic sculptor. She studied at the School of Art and Crafts in 1945 -1947. There was no sculpture department at the school, but Gerður and another student were assigned a space called the pigsty to pursue their sculpture. In the fall 1947 - 1950 she studied at the Royal Danish Academy in Copenhagen and the Accademia di Belle arte in Florence, Italy as well as in the Académic de la Grande Chaumiére in Paris. The first private exhibition of Gerður Helgadóttir was in the Artist's Pavilion in 1951. The Kópavogur Art Museum is called Gerður museum is built in memory of Gerður. She was a pioneer of three-dimensional abstract and glass art in Iceland. Many of her art work can be fonund in Iceland. Sources: https://is.wikipedia.org/wiki/Gerður_Helgadóttir https://is.wikipedia.org/wiki/Gerðarsafn https://gerdarsafn.kopavogur.is/en/the-collection/gerdur-helgadottir
mynd

Landnámskonan

Landnáms konan, Gunnfríður jónsdóttir, (1889-1968) Þetta er hennar síðasta verk og lýsir kvenskörungum fyrri alda og fram á þennan dag. Var hún gift Ásmundi Sveinssyni, listamanni. Hún dvaldi lengi í Stokkhólmi og var síðan í Kaupmannahöfn, Berlin og París. “ The pioneer woman” which celebrates the strong women of all times. Gunnfridur was married to one of our best sculptor, Ásmundur Sveinsson and was in Stockholm, Copenhagen and Berlin for years. https://is.wikipedia.org/wiki/Gunnfr%C3%ADður_Jónsdóttir https://en.wikipedia.org/wiki/Gunnfr%C3%ADður_Jónsdóttir
mynd

Maður og kona

Maður og kona, Tove Olafsson (1909-1992), fædd í Danmörku og fluttist til Íslands og giftist Sigurjóni Ólafssyni, myndhöggvara. Verk hennar eru mikils metin í Danmörku sem og hér á landi. “A man and a woman” Tove was born in Denmark and studied at the Royal Danish Academy of fínt art. Her work ís highly appreciated both here and in Denmark. https://safneign.listasafnreykjavikur.is/is/hofundur/38 https://skulpturguide.hjoerring.dk/kunstnere/o/olafsson-tove
mynd

Piltur og stúlka

Piltur og stúlka, Þorbjörg Pálsdóttir (1919-2009). Kata og Stebbi er undirtitill verksins eftir unglingum í fjölskyldu listakonunnar. Lærði hún ljósmyndun í Reykjavík og lærði síðan í Stokkhólmi. Var einn af stofnendum félags höggmyndalistamanna,1972. „Boy and a girl“ is the name of this artwork with a subtitle “Kata og Stebbi” which are youngsters in her family. Studied first photography in Reykjavík and went later on to Stockholm. She was one of the founders of the Icelandic Sculptors Society, founded 1972. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1310900/ https://en.wikipedia.org/wiki/Þorbjörg_Pálsdóttir
mynd

Úr álögum

Úr álögum, Einar Jónsson (1874-1954 ). Megin þema þessa verks er andleg þróun og guðdómlega eðli mannsins. Lærði í Kaupmannahöfn og Var í Róm í eitt ár. Flest verka hans eru í Listasafni Einars Jónssonar við Hallgrímskirkju. „Out if spell“ The theme of this work is the spiritual. He studied in Copenhagen for 3 years and was one year in Rome. Most of his works are in Einars Jonsson Artmuseum, situated on the other side of Hallgrimskirkja. http://www.lej.is/einarjonsson/ferill/ http://www.lej.is/en/einar-jonsson/carreer/
mynd

Tómas Guðmundsson. Skáldabekkur

Skálda bekkur, Halla Gunnarsdóttir born (1974-) Verkið er til heiðurs Reykjavíkur skáldinu Tómasi Guðmundsyni. Nám: Florence Academy of Art,The New York Academy of Art og Paris Sorbonne Uni. “Poetbench” made to honour the “Reykjavik’s poet” Tomas Guðmundsson. She studied in Florence, New York and Paris. https://bokmenntaborgin.is/tjornin-tomas-gudmundsson https://bokmenntaborgin.is/en/reykjavik-city-lake-tomas-gudmundsson https://sim.is/halla-gunnarsdottir-look-us/ https://is.linkedin.com/in/halla-gunnarsdóttir-715218b8

Athugasemdir

    You can or this trail