isfold
42 4 95

Moving time  36 mínútur

Tími  57 mínútur

Hnit 497

Uploaded 6. mars 2020

Recorded mars 2020

-
-
23 m
10 m
0
0,7
1,5
2,91 km

Skoðað 0sinnum, niðurhalað 1 sinni

nálægt Reykjavík, Höfuðborgarsvæði (Ísland)

RVK Laugarnes
mynd

N1 Upphaf ferðar

Mikill menningararfur felst í byggðinni í Laugarnesi og á búseta þar sögu allt aftur á landnámsöld þegar Laugarnesjörðin byggðist út frá landnámsjörðinni Vík fyrir vestan. Má ætla að náttúrugæði, gott land til ræktunar, bitlendi, sjóræði frá vörinni við Viðeyjarsund og eyjar fyrir utan hafi ráðið miklu og ekki spillti fagurt útsýni til fjalla. Auk Laugarnesbæjarins, sem var setinn langt fram á tíunda áratugs síðustu aldar, byggði biskup þar sína Laugarnesstofu og danskir Oddfellowar Holdsveikraspítala á nítjándu öldinni. Braggahverfi reis við Kirkjusand í seinni heimsstyrjöldinni. Í dag er í Laugarnesinu listasafn og íbúðir. Kirkjusandur á sér styttri sögu en varð á fyrri hluta 20. aldrar athafnasvæði stórhuga manna sem byggðu þar hús fyrir kjöt- og fiskvinnslu, hús sem sum hver standa enn, en hafa fengið nýtt hlutverk. Leiðin að menningararfinum í Laugarnesinu og Kirkjusandi er auðveld ganga fyrir fimmtíu ára og eldri og tekur um eina og hálfa klukkustund. Má þó gera ráð fyrir að gangan taki lengri tíma og göngumenn vilji stansa lengur við, þó ekki væri nema til þess að njóta útsýnisins.
mynd

Photo

mynd

P1: Gatnamót Kringlumýrarbrautar og Sundlaugavegar

Þar var áður tjörn eða sjávarlón nefnt Fúlatjörn. Fúlilækur rann í Fúlutjörn og var farvegur hans ofan úr mýrinni nokkurn veginn þar sem Kringlumýrarbraut er nú. Bakkar lækjarins voru það háir að börn gátu rennt sér þar á skíðum. Náttúruleg strönd var áður nálægt efri brún Sæbrautar. Sæbrautin er þannig á landfyllingu frá Laugarnesi, eins göngustígur og ströndin neðan hennar. Víkin milli Laugarness og Skúlagötu heitir Rauðarárvík. Fúlilækur var oftast ekki umtalsverður farartálmi, en gat vaxið í vætutíð og orðið farartálmi. Sögn er um að lækurinn hafi valdi mannskaða í vatnavöxtum. Leiðin milli Reykjavíkur og Þvottalauga var yfir lækinn. Býli var við Fúlutjörn og var búið þar allt fram undir 1960.
mynd

P3: Gatnamót Lauganesvegar og Laugalækjar.

Laugalækur rann ofan úr mýrinni og frá Þvottalaugunum til sjávar um Kirkjusand. Göturnar Laugalækur og Kirkjusandur fylgja nokkuð legu lækjarins. Lækurinn var snemma stíflaður ofar í mýrinni og gerð þar aðstað fyrir sund. Nemar úr Lærða skólanum höfðu þar forgöngu og má rekja þangað endurvakningu kunnáttu í sundi. Reisulegt íbúðarhús stóð austan við gatnamót Laugalækjar og Lauganesvegar. Húsið byggði norskur lifrarbræðslumaður og athafnamaður sem kom til landsins skömmu eftir 1900. Hann hér Rokstad og nefndi húsið Bjarmaland. Niður með Laugalæknum nærri sjávarkambinum var lifrarbræðsla hans, stundum kölur Grútarbræðslan. Tengsl hans við Laugarnes er líklega þau að kona hans Jóhanna var dóttir hjónanna sem þá byggðu Laugarnesjörðina. Þau fengu allstórt erfðafestuland meðfram Laugalæk og höfðu þar töluverðan búskap. Húsið er ekki lengur til staðar, en til eru myndir sem sýna hve reisulegt það var.
mynd

P4: Þar sem Laugarnesbærinn stóð

Frá Laugarnesbænum var útsýni til allra átta og er þar enn mynarlegur bæjarhóll. Líklegt er að hér hafi verið búseta frá árdögum landnámstíma. Laugarnesjörðin var stór og náði allt til Fossvogs og hefur líklega snemma skilist frá Reykjavíkurjörðinni. Síðar byggðust nálægar jarðir út frá henni. Kirkja var um tíma í Laugarnesi og er steinn þar sem sýnir hvar kirkjan stóð. Umhverfis var grafreitur og er talið að Hallgerður Langbrók liggi þar. Á fyrri hluta 20. aldar bjó Þorgrímur og Ingibjörg þar og hefur Þorgrímur Gestsson sonarsonur þeirra skrifað sögu þeirra og afkomenda og svæðisins. Laugarnesmenn höfðu hesta Reykvíkinga og aðkomumanna löngum í hagagöngu á stórum svæðum frá Laugavegi og inneftir að Laugardal. Þá voru Laugarnesbræður frumkvöðlar í stofnun Strætisvagna Reykjavíkur hf., sem síðar fór í eigu Reykjavíkur og nefndist þá SVR. Sigurður Ólafsson söngvari og hestamaður og kona hans Inga Einarsdóttir frá Miðdal voru með síðustu ábúendum í Laugarnesi og ólst Þuríður Sigurðardóttir söngkona og listmaður þar upp.
mynd

P5: Við norðurvör

Við norðurvör var sjávaraðstaða Laugarness og þar var hjáleiga. Þar er einstakt útsýni til eyjanna úti fyrir og fjallahringur fagur í björtu veðri. Laugarnesjörðin og Engey voru löngum í eigu sama aðila, sem gæti bent til að Engey hafi fylgt Laugarnesjörðinni við upphaf hennar. Algengt var að stærri jarðir ættu hjáleigur í landi sínu. Ábúandi þar greiddi heimajörðinni fyrir með afgjaldi og eða vinnuframlagi. Getið er um þrjár hjáleigur á nesinu. Þær hétu Norðurkot eða Sjávarhólar, Suðurkot og Barnhóll. Tilvalið er að staldra og njóta útsýnis ef veður lofar. Suðurvör var vestan á Laugarnesi út undir Kirkjusandi.
mynd

N6 Norðurvör

Upplýsingar

P8: Listasafn Sigurjóns Ólafssonar og íbúðahús. Áður braggahverfi.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, myndhöggvara, var opnað 1988, sex árum eftir að hann lést og hýsir listaverk sem hann skildi eftir sig eins og höggmyndir, teikningar, frumskissur að verkum hans og heimildir um listamanninn. Sigurjón notaði margskonar efnivið eins og leir, gifs, tré málma, stein og steinsteypu og síðustu árin einning tré og rekavið. Sigurjón fæddist árið 1908 á Eyrarbakka, tók sveinspróf í húsamálun frá Iðnskólanum 1927 og hélt síðan til náms við akademíun í Kaupmannahöfn. Sigurjón hlaut ýmiss verðlaun í Danmörku og eftir námsdvöl í Rómaborg 1931−32 og lokapróf frá Akademíunni árið 1935 var hann talinn meðal efnilegustu myndhöggvara yngri kynslóðarinnar í Danmörku. Sigurjón bjó sem ungur listamaður í braggahverfinu, Laugarnesskampur og stóð þar sem listasafnið stendur nú og er safnið verk ekkju hans Birgittu Spur sem breytti vinnustofu hans og hluta af heimili þeirra í safn. Til gamans má nefna að Tove, fyrri eiginkona Sigurjóns, gerði höggmynd úr steini, konumynd, sem var í grunni Laugarnesstofu og nú prýðir anddyri Þjóðleikhússins. Á vestanverðu Laugarnesi á því svæði sem nú er Sæbraut að listasafni Sigurjóns var stórt braggahverfi. Þar voru margir tugir bragga. Að sríði loknu voru þeir notaðið sem íbúðir, en á þeim tíma fjölgaði íbúum Reykjavíkur mikið og húsnæði skorti. Búið var þar í bröggum allt fram um 1970. Laugarneskampur var með stærstu bragahverfum í Reykjavík. Aðbúnaður í bröggum var misjafn, oft voru salerni í húsi utan braggans og veitukerfi misgóð. Fólk gat þó náð því að búa tímabundið notalega um sig í bröggunum.
mynd

Photo

mynd

N8 Holdsveikraspítalinn

mynd

N9 Biskupsstofa

mynd

N20 Laugarneskampur

mynd

N11 Kirkjusandur 1

P9: Við Sæbraut, horft til Kirkjusands. Gamla fjöruborðið var nálægt efri brún Sæbrautar og götustæðið og landið sjávarmegin er síðari tíma landfylling. Land hefur verið fært út fyrir botni Rauðarárvíkur, sum staðar allt að 100 metra. Þó má sjá forn fjörumörk við Suðurvör neðan við húsin sem enn standa á vestanverðu Laugarnesi. Landfylling tekur svo við þar utar. Fjaran var kölluð Kirkjusandur og festis það nafn síðar við svæðið allt upp að Laugarnesvegi. Upphaflega var fjaran nefnd Innri og Ytri Kirkjusandur. Dökka húsið innst til vinstri var upphaflega ætlað sem kjötvinnsla en úr því varð ekki og þar er nú Listaskóli. Íbúðablokkirnar risu nýlega, áður var þar gisið iðnaðarhúsnæði. Íslandsfélagið hafði þar um langt skeið fiskverkun. Laugalækurinn féll til sjávar um Kirkjusand. Nafnið Kirkjusandur tengst því að Reykjavíkurkirkja átti þar rekarétt. Á þessu svæði var hjáleigan Suðurkot og Suðurvör, sem var önnur aðalvörin á nesinu, var við enda sandsins. Upp úr aldamótum 1900 var fiskverkur og fiskþurkun á reitum á þessu svæði. Allur fjörukamburinn milli Fúlalækjar og Laugarness var um tíma notaður til fiskþurrkunar.
mynd

N12 Kirkjusandur 2

mynd

N12 Kirkjusandur 3

mynd

N 14 Kirkjusandur 4

Athugasemdir

    You can or this trail