Rósa María

Moving time  ein klukkustund 6 mínútur

Tími  ein klukkustund 12 mínútur

Hnit 907

Uploaded 16. apríl 2020

Recorded apríl 2020

 • Rating

   
 • Information

   
 • Easy to follow

   
 • Scenery

   
-
-
27 m
4 m
0
1,2
2,5
5,0 km

Skoðað 270sinnum, niðurhalað 2 sinni

nálægt Sauðárkrókur, Norðurland Vestra (Ísland)

Gps: 65° 44.094'N, 19° 37.596'W
Farið er út af vegi nr 75 við gatnamót Skagfirðingabrautar og Sauðárkróksbrautar austan við Sauðárkrók. Hægt er keyra fram hjá hesthúsinu á vinstri hönd og leggja bílnum norðan við hitaveituhúsin sem standa rétt við vatnið. Gengið er eftir aflögðum og örlítið niðurgröfnum vegslóða að bænum Sjávarborg og þaðan fylgt heimreiðinni upp á þjóðveg 75. Síðan er gengið meðfram reiðveginum frá félagsheimilinu Ljósheimum að byrjunarreit. Göngufólki er bent á að víkja vel fyrir hestamönnum sem gætu átt leið um reiðveginn.

Í kringum vatnið er mikið um fuglalíf enda Áshildarholtsvatn kjörinn staður fyrir fuglaáhugamenn. Nálægt upphafspunkti er fuglaskoðunarskilti þar sem hægt er að fræðast aðeins um helstu tegundir sem sjást á vatninu. Við Sjávarborg er svo fuglaskoðunarhús þar sem áhugasamir geta virt hina ýmsu fuglategundir fyrir sér í og við vatnið í rólegheitum.
Fuglaskoðunarstaður

Áshildarholtsvatn

Birdlife at Áshildarholtsvatn Lake is worthy of special attention from visitors. The landowners around the lake have shown extensive insight an joined together to protect the local birdlife. This sign was put up to demonstrate the importance of this area and to display a few drawings of its most-common bird species. Visitors are kindly asked to stay on the walking trail to the Sjávarborg farm and not disturb the birds near the lake.
Fuglaskoðunarstaður

Fuglaskoðunarskilti

The most common birds at Áshildarholtsvatn lake: Slavonian Grebe - Flórgoði, Mallard - Stokkönd, Tufted Duck - Skúfönd, Gadwall - Gargönd, Greater Scaup - Duggönd, Eurasian Teal - Urtönd, Eurasian Wigeon - Rauðhöfðaönd, Greylag Goose - Grágæs, Whooper Swan - Álft, Black-tailed Godwit - Jaðrakan, Common Snipe -Hrossagaukur.
Fuglaskoðunarstaður

Áshildarholtsvatn

Fuglalíf við og á Áshildarholtsvatni er einstakt. Ábúendur við vatnið hafa sýnt mikla fyrirhyggju og sameinast um að friða vatnsbakkann umhverfis vatnið og það fuglalíf sem á vatninu er. Gestum er bent á að halda sig innan göngustígsins að Sjávarborg til að trufla ekki fuglalífið. Helstu fuglategundir sem sjást eru Flórgoði, Stokkönd, Skúfönd, Gargönd, Duggönd, Urtönd, Rauðhöfði, Grágæs, Álft, Jaðrakan, Hrossagaukur o.fl Hægt er að nýta sér fuglaveg Menntamálastofnunar til að leyta að upplýsingum um fugla www.fuglavefur.is/
Mynd

Sjávarborg

Mynd

Sjávarborg

Sjávarborg er bær í Borgarsveit, rétt innan við Sauðárkrók sem stendur á klettaborg sem rís upp úr sléttlendinu austan við Áshlidarholtsvatn. Norðan við Sjávarborg eru Borgarmýrar og nyrst er ströndin sem nefnist Borgarsandur.
Fuglaskoðunarstaður

Bird hut

Helstu fuglategundir sem sjást eru Flórgoði, Stokkönd, Skúfönd, Gargönd, Duggönd, Urtönd, Rauðhöfði, Grágæs, Álft, Jaðrakan, Hrossagaukur o.fl Hægt er að nýta sér fuglaveg Menntamálastofnunar til að leyta að upplýsingum um fugla www.fuglavefur.is/
Fuglaskoðunarstaður

Fuglaskoðunarhús - birding hut

8. maí 2015 var fuglaskoðunarhúsi komið fyrir í landi Sjávarborgar, rétt fyrir norðan bæinn, við austurenda Áshildarholtsvatns. Þaðan sést vel yfir þann hluta vatnsins og votlendið og móa sem þar liggja á milli. Á vorin og framan af sumri er hægt að fylgjast með fjölskrúðugu og fjölbreyttu fuglalífi. Gott aðgengi er að húsinu og aðstæður góðar til að fylgjast með fuglalífi þaðan.
Minnisvarði

Sjávarborgarkirkja

Kirkjan er úr timbri, byggð af Ólafi Guðmundssyni frá Húsey árið 1853 og stóð húsið upphaflega rétt norðan gamla torfbæjarins. Kirkjan var aflögð árið 1892 þegar kirkja var reist á Sauðárkróki. Seint á þriðja áratug síðustu aldar var húsið flutt úr stað og gegndi það síðan meðal annars hlutverki geymslu, bæjarins. Kirkjan er af eldri gerð turnlausra kirkna, sem einkennist af því að veggir eru lágir og sitja því gluggar uppi við þakbrún. Þjóðminjasafnið tók húsið í sína umsjón árið 1972 og þremur árum síðar var kirkjan enn flutt til og henni þá jafnframt snúið þannig að kirkjudyr vísa nú til suðurs. http://www.kirkjukort.net/kirkjur/sjavarborgarkirkja_0272.html
Mynd

Kort af svæðinu

Mynd

Áshildarholtsvatn

Mynd

Helsingi - Barnacle goos

Helsinginn er fyrst og fremst farfugl hér á landi. Varpstofninn á Norðaustur-Grænlandi fer hér um haust og vor á leið til og frá vetrarstöðvum á Bretlandseyjum. Aðalviðkomustaðir á vorin eru í Húnavatnssýslum og Skagafirði en á haustin sunnanvert miðhálendið og Skaftafellssýslur. Utan Grænlands verpa helsingjar á Svalbarða og Novaja Zemlja, aðallega í klettum. https://fuglavefur.is/birdinfo.php?val=7&id=59
Mynd

Áshildardys

Ekki eru til marga heimildir um Áshildardys sem er í landi Áshildarholts II. í Byggðasögu Skagafjarðar segir að bærinn Áshildarholt sé: ...kenndur við Áshildi, þjóðsagnakonu er þar á að hafa byggt fyrst. Dætur átti hún þrjár og voru allar ógiftar. Þær reistu bú úti á Reykjaströnd og heitir þar Meyjarland. Þegar Áshildur fann nálgast sitt banadægur mælti hún svo fyrir að sig skyldi heygja á melhæð spölkorn norðan við túnið. Sagðist hún vilja vera þar sem hún sæi til dætra sinna á Meyjarlandi (bls 301). Í bókinni segir einnig: Þau munnmæli fylgdu Áshildardys að allir sem í fyrsta sinn færu framhjá dysinni skyldu kasta steini í hana. ... Þau álög eru á Áshildardys að ekki má taka úr henni steina, ella sýnist öll Borgarsveit standa í ljósum loga (bls. 302). Heimild: Byggðasaga Skagafjarðar I. bindi, 301. Ritstjóri: Hjalti Pálsson frá Hofi. Sauðárkróki 1999.
Stöðuvatn

Áshildarholtsvatn

Fuglatalning við Áshildarholtsvatn 2019. https://ebird.org/hotspot/L1207897?yr=all&m=&rank=mrec

1 comment

You can or this trail