Vertu fyrst/ur til að klappa
Skoðað 507sinnum, niðurhalað 3 sinni
nálægt Þórshöfn, Norðurland Eystra (Lýðveldið Ísland)
Skoruvík-Skálar
Gönguleiðin frá Skoruvík í Skála liggur þvert yfir Langanes en í Skoruvík var síðasti byggði bær á nesinu. Á Skálum eru húsarústir en þar var útgerðarþorp í byrjun 20. aldar, sem fór í eyði um miðja öld, m.a. vegna tundurdufla sem sprungu í fjörunni og eyðilögðu hús og bryggju. Á staðnum er upplýsingaskilti og salerni. Frá Skálum er gaman að labba í kirkjugarðinn sem er uppá bjargbrúninni en hann er staðsettur þar vegna þess að jarðvegurinn var nógu mjúkur og djúpur.
Athugasemdir