Niðurhal
VisitAkureyri

Fjarlægð

6,72 km

Heildar hækkun

22 m

Tæknilegir erfiðleikar

Auðvelt

Lækkun

22 m

Hám. hækkun

26 m

Trailrank

22

Lágm. hækkun

0 m

Tegund leiðar

Hringur
  • Mynd af Innbærinn og hitaveitulögnin / The Old town and the hot water pipline

Hnit

231

Hlaðið upp

19. ágúst 2021

Ítarlegar síur

Síaðu eftir skráningarmánuði eða degi. Sjáðu leiðir eingöngu frá fólki sem þú fylgir.

Sækja Wikiloc Premium Uppfæra til að fjarlægja auglýsingar
Ítarlegar síur Ítarlegar síur
Vertu fyrst/ur til að klappa
Deila
-
-
26 m
0 m
6,72 km

Skoðað 106sinnum, niðurhalað 0 sinni

nálægt Akureyri, Norðurland Eystra (Ísland)

Léttur og þægilegur hringur um eldri hluta bæjarins. Leiðin liggur bæði um malbikaða stíga og fáfarinn malarveg.

Ferðin hefst við Hof þaðan sem haldið er meðfram Strandstígnum að Höepfnersbryggju þar sem ekið er inn Aðalstræti og svo Hafnarstræti, sunnan við leikvöllinn er beygt til vinstri inn á göngustíginn sem liggur meðfram honum og í sveig utanum ystu húsin. Þar liggur stígurinn síðan í átt að Innbæjartjörninni og meðfram henni alt að gatnamótunum til móts við Skautahöllina. Þar er beygt til hægri og upp brekkuna að gangbrautinni sem er í beygjunni í miðri brekkunni, þar er farið yfir og inn á malarveg sem liggur meðfram hitaveiturörunum.

Hjólað er meðfram hitaveiturörunum til suðurs (inn fjörðinn) og á leiðinni er m.a. hjólað er í gegnum skógarreitinn við gömlu Gróðrastöðina, framhjá grænmetisgörðum bæjarbúa og áfram inn að bænum Galtarlæk þar sem annar malarvegur þverar veginn. Þar er beygt til vinstri niður brekkuna og niður að Drottningarbrautinni. Farið er yfir Drottningarbrautina (hér þarf að huga vel að umferð því hér er engin gangbraut) og yfir á Strandstíginn sem liggur meðfram veginum og haldið þar til vinstri í átt aftur að bænum. Fylgið Strandstíginum sem leið liggur aftur til Akureyrar og Hofs og ljúkið þannig hringinum.

Athugasemdir

    Þú getur eða þessa leið