Niðurhal
mr.roots

Fjarlægð

14,93 km

Heildar hækkun

520 m

Tæknilegir erfiðleikar

Miðlungs

Lækkun

370 m

Hám. hækkun

261 m

Trailrank

24

Lágm. hækkun

112 m

Tegund leiðar

Ein leið
  • Mynd af Þar sem pínufoss var

Hreyfitími

2 klukkustundir 11 mínútur

Tími

2 klukkustundir 37 mínútur

Hnit

2542

Hlaðið upp

10. júní 2018

Tekið upp

júní 2018

Veðurspá

Frábær vísbending til að hjálpa þér að velja útivistarbúnað og fatnað!

Sækja Wikiloc Premium Uppfæra til að fjarlægja auglýsingar
Veðurspá Veðurspá
Vertu fyrst/ur til að klappa
Deila
-
-
261 m
112 m
14,93 km

Skoðað 605sinnum, niðurhalað 9 sinni

nálægt Mosfellsbær, Höfuðborgarsvæði (Lýðveldið Ísland)

Fyrsti áfangi í hlaupa-/gönguröð Hlaupasamtaka Lýðveldisins, Kóngsvegur 2 milli Reykjavíkur og Gullfoss.

Tóftir gamla bæjarins að Elliðakoti eru á ási norðan Nátthagavatns. Einkennandi fyrir tóftirnar, sem enn standa, eru reglulega tilhöggvnir steinar, allir af svipaðri stærð. Héðan liggja reiðleiðir norður að Djúpadal og yfir Mosfellsheiðina til Þingvalla, yfir Hellisheiðina í Grafning og austur að Kolviðarhóli. Búið var í Elliðakoti til 1940 og var hér lengi rekinn vinsæll gististaður. Friðrik VIII. kom hér við árið 1907 á leiðinn að austan til baka til Reykjavíkur.

Frá Elliðakoti förum við upp á Elliðakotsbrúnir og fylgjum þaðan varðaðri leið að Lyklafelli.

Lyklafell liggur á landamerkjum þriggja sýslna, Gullbringusýslu, Árnessýslu og Kjósarsýslu og hér mætast Mosfellsheiði og Hellisheiði.

Þjóðsaga segir að bryti frá Skálholti, Ólafur að nafni, hafi týnt hérna lyklum klaustursins og dregur fjallið nafnið sitt af því. En líklegra þykir að fjallið hafi upphaflega heitið Litlafell, enda ekki hátt þó að gott útsýni sé frá toppnum yfir heiðarnar.
Frá Lyklafelli fylgjum við reiðslóðum norðan Svínahrauns yfir Norðurvelli að Húsmúla.

Á Kolviðarhóli hélt Friðrik VIII. ræðu þar sem hann sagði meðal annars: "Látum þessa ferð tengja fast band milli hinnar íslenzku og hinnar dönsku þjóðar og mín! Markmið mitt er sannleikur og réttlæti báðum ríkjum mínum til handa." Orð konungs um "bæði ríkin sín" vöktu mikla athygli meðal Dana og Íslendinga. Eftir heimkomuna til Danmerkur tók forsætisráðherra málið upp og hótaði að fara frá völdum nema konungur ómerkti orð sín. Konungur varð við því og sagðist hafa mismælt sig, hann hafi ætlað að segja "bæði löndin mín".
Mynd

Þar sem pínufoss var

  • Mynd af Þar sem pínufoss var

Athugasemdir

    Þú getur eða þessa leið