Niðurhal

Heildar hækkun

179 m

Styrkleiki

Auðvelt

niður á móti

179 m

Max elevation

123 m

Trailrank

32

Min elevation

35 m

Trail type

Loop
  • mynd af Hella - Ægissiðufoss og Skógarleiðin
  • mynd af Hella - Ægissiðufoss og Skógarleiðin
  • mynd af Hella - Ægissiðufoss og Skógarleiðin
  • mynd af Hella - Ægissiðufoss og Skógarleiðin
  • mynd af Hella - Ægissiðufoss og Skógarleiðin
  • mynd af Hella - Ægissiðufoss og Skógarleiðin

Tími

ein klukkustund 21 mínútur

Hnit

878

Uploaded

28. maí 2021

Recorded

maí 2021
Be the first to clap
Share
-
-
123 m
35 m
10,1 km

Skoðað 50sinnum, niðurhalað 0 sinni

nálægt Hella, Suðurland (Ísland)

Skemmtilegur hringur á Hellu sem tilvalið er að ganga, en enn betri fyrir utanvegahlaup. Haldið er í hann við íþróttamiðstöðina, sem staðsett er í eldri hluta Helluþorps og niður með Ytri-Rangá. Undirlagið fyrstu 5 km er mjög þægilegt og leiðin niður með ánni yndisleg, bæði hvað útsýni og fuglasöng varðar.
Ægissíðufoss er klárlega hápunktur leiðarinnar, virkilega fallegur foss utan alfaraleiðar.
Sunnlenski fjallahringurinn sést vel í góðu skyggni og jafnvel má sjá bæði til Vestmannaeyja annars vegar og Botnssúlur hins vegar á leiðinni.
Fyrri hlutinn er hin fínasta upphitun, því seinni hlutann þyngist færið verulega þar sem hlaupið er í lausum sandi. Fínasta æfing fyrir ökkla og kálfa, en nokkuð rykugt ef þurrkur hefur verið mikill. Hér má einnig eiga von á því að mæta hestum og mönnum í útreiðartúr, svo tillitssemi er sjálfsögð.
Á þessum hluta er það líka skógarlundur Skógræktarfélags Rangæinga sem gleður augað og söngur skógarþrastarins ómar.
Í lokin er hægt að kynnast nýrri hluta Hellu sem er enn í uppbyggingu, enda er þorpið í mikilli sókn. Jafnvel hesthúsin sem áður stóðu fyrir utan bæinn er orðið samvaxið bænum. Rétt í lokin er hlaupið yfir vel gróinn hrygg og þar er nú ekki úr vegi að stoppa stundarkorn og virða fyrir sér útsýnið. Sundsprettur í lokin toppar síðan daginn.
Varða

BEKKUR1

Varða

BEKKUR2

Varða

BEKKUR3

Varða

BEKKUR4

Varða

BEKKUR5

Varða

GRINDAHLID

Varða

STIGI

Varða

STIGI2

Varða

TRAPPA

Athugasemdir

    You can or this trail