Vertu fyrst/ur til að klappa
Skoðað 524sinnum, niðurhalað 5 sinni
nálægt Laugarvatn, Suðurland (Ísland)
Könnunarleiðangur þjálfara á þessa klettaborg sem myndar gíg efst á heiðinni og krafðist þess að fá að vera með í Þingvallaáskoruninni á árinu 2020 þegar við ákváðum að ganga á öll fjöll Þingvalla. Við komuna upp á efsta tind sannfærðumst við um að þetta tilkall Þrasaborga væri réttmætt, þær ættu skilið að teljast með enda útsýnið stórfenglegt til Þingvallafjallanna allra og í aðrar áttir, m.a. til Apavatns og Laugarvatns.
Þetta er létt og aflíðandi ganga á mjög myndarlegum mosaþembum alla leið upp í klettaborgina efst og þar er ólögulegur gígur sem er vert að hringleiðast um áður en snúið er við - en NB þessi gps-slóð gerir það ekki þar sem við vorum í kapphlaupi við dagsbirtuna og ætluðum könnunarleiðangur á Krossfjöll í leiðinni. Bílum er lagt við hestagerði stuttu frá Lyngdalsheiðarveginum.
Athugasemdir