Kayakklúbburinn
86 2 5

Tími  einn dagur 22 klukkustundir 23 mínútur

Hnit 1296

Uploaded 14. ágúst 2015

Recorded ágúst 2015

-
-
65 m
-32 m
0
5,3
11
21,21 nm

Skoðað 1227sinnum, niðurhalað 2 sinni

nálægt Stykkishólmur, Vesturland (Lýðveldið Ísland)

Það voru 21 ræðari sem hittumst við Skipavík í Stykkishólmi föstudaginn 8 ágúst og gerðu sig ferðbúna. Veður var hagstætt milt og stillt þegar lagt var af stað um eftirmiðdaginn. Stefnan var tekin á Vaðstakksey sem er i leiðinni en þar sem landtaka er fremur erfið þar var ákveðið að róa framhjá þar sem allir ræðarar voru i góðu standi og ekki ástæða til að fara i land. Í Elliðaey komum við á fjöru og klöngruðumst i land. Að afloknu matastoppi var gengið um eyna og hún skoðuð, land, húsakostur og viti.

Frá Elliðaey var róið vestur og norður fyrir og bjargið skoðað áður en stefnan var tekin á Fagurey en þangað er um 4 km róður sem sóttist vel, undiraldan var aðeins að stríða ræðurum sem verða sjóveikir. Í Fagurey er auðvelt að taka land jafnvel þó lágsjávað væri og þar er ekki svarti drulluleirinn sem einkennir marga fjöruna við Breiðafjarðar eyjar. Góð tjaldstæði eru i eynni , slétt og nægt landrými.

Að morgni laugardags kom síðasti ræðarinn i hópinn Örlygur sem ekki hafði komist af stað fyrr. Um kl. 11 var haldið af stað vestur og norður fyrir Arney i góðu veðri en á móti smá vindi, hádegisstopp var tekið i litlum vogi við sundið milli Arneyjar og Fremri Langeyjar. Eftir hádegi var stefna tekin á Klakkeyjar og frá Eiríksvogi gekk hluti hópsins gekk upp og skoðaði útsýnið yfir fjörðinn meðan aðrir gengu um láglendið eða hvíldu sig. Frá Klakkeyjum var stuttur róður vestur fyrir Hrappsey um Selasund og að bæjarstæðinu þar sem hópurinn tjaldaði.

Kvöldið leið með spjalli, eldað i fjörunni og hefðbundin kvöldstund með Reyni Tómasi sem sagði okkur frá eyjunum i sögulegu samhengi, fróðlegt og skemmtilegt að vanda.

Á sunnudegi var róið heim á leið, aðeins þurfti að vaða drullu til að komast út úr bæjar voginum þar sem ekki var fallið að. Róið var i Hvítabjarnarey yfir innfallstrauminn sem tók aðeins i bátana en allt gekk vandræða laust. Stutt hressingar stopp var tekið i eynni áður en síðasti leggurinn yfir að höfninni var róinn. Túrinn endaði svo við Skipavík um eftirmiðdaginn eftir rúmlega 40 km ferð.
08-AUG-15 14:50:33
Sléttur flötur. Pláss fyrir ca 5 tjöld þétt raðað. Auðveld lending á miðju fallinu. Lítil drulla.
Við rústir útihúsa. Nokkrir balar fyrir 1 til 4 tjöld hver. Hægt að tjalda á kampinum við bæinn. Nokkuð um brotajárn og drasl í grasinu. Lending erfið eftir háflóð. Austanmegin betra. Vestan megin er lón sem fljót flæðir úr og seint í. Drulla.

Athugasemdir

    You can or this trail