Wikiloc

Heimur til að kanna

Gildin okkar

Við trúum á framtíð þar sem mannkynið eyðir meiri tíma í að njóta útivistar og varðveita óbyggðirnar.

Markmið okkar er að hjálpa fólki að fá betri upplifun í samfélagi fyrir, á meðan og eftir útivist og hvetja og styðja við varðveislu náttúrunnar.

Gildi okkar

Fyrir alla

Við mælum með þátttöku án aðgreiningar umfram elítisma. Við búum til skýr, einföld og gagnleg verkfæri fyrir alla sem vilja njóta náttúrunnar

Traust

Kjarni Wikiloc er hver einstaklingur sem tekur þátt, allt frá samfélaginu til liðsins. Við stefnum að því að heiðra traust.

Sanngildi

Síðan 2006 höfum við haldið tryggð við sjálfsmynd okkar: Sjálfstætt og blómlegt samfélag sem samanstendur af alvöru fólki sem deilir ekta útivistarleiðum. Ævintýrum útivistarfólks eins og þér.

Náttúruvernd

Við einbeitum okkur að farsælum viðskiptum og heilbrigðri plánetu með því að hvetja til góðra starfsvenja og innleiða aðgerðir til náttúruverndar.

Teymi

Jordi Ramot

Framkvæmdastjóri (ár 16)

Hugbúnaðarverkfræðingur sérhæfður á sviði samvirkni jarðvanga. Ég útskrifaðist með meistaragráðu í tölvunarfræði frá Universitat Oberta de Catalunya.

Árið 2006 byrjaði ég að vinna í frístundum að gæluverkefni sem ég kallaði Wikiloc og er nú orðið mjög vinsælt um allan heim. Ég er svo þakklátur fyrir að Wikiloc hefur vaxið einungis með góðum orðstír. Meðlimir samfélagsins lofa Wikiloc einfaldlega vegna þess að þeir elska það. Við stöndum þeim í þakkarskuld fyrir allt og allir á þessari síðu eru að gera sitt besta til að halda áfram að uppfylla væntingar vaxandi samfélags milljóna útivistafólks sem deilir leiðum um allan heim.

Þegar ég er ekki á skrifstofunni finnst mér gott að vera úti í náttúrunni á hlaupaleiðum, utanbrautarskíðum eða fjallahjóli.

Montserrat Jordi

Rekstrarstjóri (ár 16)

„Ef þú vilt lifa í betri heimi, gerðu þá eitthvað til að bæta hann“

Ég stundaði verkfræðinám til að hafa tæknilegan grunn, því ég vildi smíða hluti sem myndu bæta daglegt líf okkar. Ég hef framkvæmt taugavísindarannsóknir til að skilja hvað hreyfir við fólki og til að geta bætt líðan þess. Mér finnst gaman að læra, ég hef stundað nám við fjóra háskóla og starfsnám í þremur öðrum.

Á starfsferli mínum hef ég þurft að stjórna hvoru tveggja og smám saman hef ég sérhæft mig í rekstrarstjórnun og viðskiptastjórnun, þ.e. að sameina þetta tvennt og láta hlutina gerast. Ávallt er stefnt að því að sérhvert verk sé framkvæmt á ábyrgan og siðferðilegan máta.

Í gegnum árin hef ég náð nokkrum áföngum, allt frá því að vinna skíðakeppni barna, vera krýnd sem Queen of the Atlas í fjallahjólreiðum, eða nýlega að hljóta verðlaunin National e-women for Online Business. Í frítíma mínum er ég einnig píanóleikari í hljómsveit sem ég setti saman. Ég er einnig í stjórn tveggja félaga. Eitt er á tæknisviðinu og hitt tengist handverki.

Jose Molina

Aðalverkfræðingur (ár 12)

Hugbúnaðarverkfræðingur með gráðu í tölvukerfum frá Universitat de Girona (UdG).

Frá árinu 2005 hefur starfsferill minn alltaf tengst GPS, stafrænum kortum og notkun þeirra. Áður en ég hóf störf hjá Wikiloc var ég hluti af SIGTE (Geographic Information Service and Remote Sensing) í UdG og þróaði GEO-verkefni þar sem notast var við opna tækni, staðgagnagrunna og OGC-staðla. Ég hef einnig þróað farsímaforrit og staðsetningarþjónustu (LBS) og unnið sem fyrirlesari á sviði staðgagnagrunna hjá UNIGIS Master.

Einn af þeim þáttum sem ég met hvað mest er að geta helgað mig verkefni með skýrt samfélagslegt gildi, sem er tileinkað notandanum, af auðmýkt. Wikiloc sameinar ástríðu mína fyrir tækni og kortagerð og gerir mér kleift að njóta náttúrunnar og uppgötva nýja staði þökk sé þekkingu samfélagsins.

Þegar ég er ekki á skrifstofunni er ég að dútla í bílskúrnum eđa í fjallgöngu međ hundinum mínum.

Ivan Bianchi

Platform Engineer (ár 7)

Hugbúnaðarverkfræðingur með meistaragráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Girona.

Ég er hugbúnaðararkitekt og áhugamaður um gagnagnótt. Ég er heillaður af þeim tækifærum sem tæknin getur veitt samfélaginu.

Mér finnst líka gott að frelsa hugann með því að spila körfubolta eða hlaupa utanvegar á meðan ég hlusta á uppáhalds tónlistina mína.

Tölvunarfræði er orðin að ástríðu og hjá Wikiloc er ég með fullkominn vettvang til að takast á við daglegar áskoranir og auka færni mína á sama tíma og ég vinn að verkvangi sem hefur mikil áhrif á samfélagið.

Roger Tallada

Farsímaverkfræðingur (ár 6)

Hugbúnaðarverkfræðingur með diplómapróf í tölvuhugbúnaði frá Facultat d'Informàticade Barcelona (FIB-UPC). Ég sný aftur í heim tæknarinnar eftir að hafa starfað sem myndskreytir í nokkur ár. Ég starfaði áður sem greinandi/forritari fyrir útgáfufyrirtæki.

Með tilkomu iPhone fór ég aftur að taka þátt í hugbúnaðarþróun með því að vinna að persónulegum verkefnum. Þetta gerði mér kleift að kynnast iOS-þróunarumhverfinu.

Annað sem ég hef ástríðu fyrir er að hlaupa, einkum utanvegahlaup. Starfið hjá Wikiloc gerir mér kleift að blanda saman tveimur af mínum uppáhalds hlutum: hugbúnaðarþróun og útivist.

Kaixi Luo

Platform Engineer (ár 6)

Tölvur og internetið hafa ávallt verið hugðarefni mín. Ég byrjaði starfsferil minn á sviði bakvinnsluþróunar, en hef síðan unnið við að skala stór umferðarkerfi, þróa vef- og farsímaforrit og SEO og gagnagreiningar. Sem forvitin manneskja með breiða þekkingu þá finnst mér áhugaverðir hlutir yfirleitt gerast þar sem fræðigreinar mætast.

Wikiloc er hinn fullkomni staður þar sem ég get stundað þýðingarmikla vinnu á virkum dögum og farið í uppáhalds gönguferðirnar mínar um helgar.

Jordi Casadevall

Platform Engineer (ár 5)

Hugbúnaðarverkfræðingur með gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Girona.

Tölvunarfræði hefur heillað mig frá unga aldri. Þetta hefur orðið til þess að ég hef unnið að fjölbreyttum verkefnum um ýmis efni sem hafa víkkað sjóndeildarhring minn og þekkingu.

Reynsla mín spannar allt frá því að vera hluti af rannsóknarhópi sem sérhæfði sig í netstjórnun til þess að vinna að nokkrum tölvuleikjaverkefnum, útbúa lausnir í stafrænni nýsköpunarráðgjöf og að stofna sprotafyrirtæki með öðrum.

Með því að vera hluti af teymi Wikiloc fæ ég tækifæri til að vinna að árangursríku verkefni þar sem starf mitt hefur áhrif á stórt samfélag. Á sama tíma gerir það mér kleift að halda áfram að læra, hanna og skoða nýja tækni til að bæta þekkingu mína og starfsferil.

Berta Nicolazzi

Samskipti (ár 5)

Starfsferill minn hófst í hótel- og veitingageiranum. Ég er með Bachelor-gráðu í hótelstjórnun frá Universitat Autònoma de Barcelona og hafði mjög gaman af því að vinna við markaðssetningu og netviðskipti á hótelum.

Ég get talað fimm tungumál sem hefur leitt til þess að ég er víðsýn, áhugasamur hlustandi og áhugasöm um samskipti. Ég elska ný verkefni og tel að góður liðsandi sé lykillinn að velgengni.

Ég er áhugakona um útivist og fjallgöngur, mjög hrifin af Pýreneafjöllunum og ég trúi því eindregið að Wikiloc hafi haft veruleg áhrif á lífsgæði mín og bætt jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Ég er nú persónulega staðráðin í að deila þessu samfélagi með öllum heiminum.

Marc López

Platform Engineer (ár 4)

Hugbúnaðarverkfræðingur með gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Girona.

Frá unga aldri hef ég alltaf haft ástríðu fyrir tölvunarfræði, fyrstu skrefin í forritun voru með C++. Í gegnum árin hef ég unnið með mismunandi tækni eins og „full stack developer“. Einnig hef ég áhuga á rannsóknum og þróun á sviði gervigreindar.

Ég elska að fara út á fjallahjólinu og kanna nýjar leiðir. Með því að vera hluti af Wikiloc get ég bætt forritið og unnið með stóru samfélagi sem veitir endurgjöf um allar breytingar á verkvanginum.

David Martínez

Farsímaverkfræðingur (ár 3)

Hugbúnaðarverkfræðingur með vísindahjarta. Með hliðsjón af hugðarefnum mínum á sviði visthagfræði og sjálfbærni útskrifaðist ég með meistaragráðu í sjálfbærri tækni frá KTH (Royal Institute of TECHNOLOGY) í Svíþjóð.

Fætur mínur eru hamingjusamastir þegar ég hjóla hratt upp brekku en ég nýt þess líka að hlaupa af og til. Mér líður eins og ég eigi heima í fjöllunum, hvort sem það er á hjólahnakki, í göngu eða á skíðum í Pýreneafjöllunum, eða jafnvel með klifri í via ferrata!

Wikiloc hefur alltaf verið minn helsti vettvangur til að leita að nýjum göngu- og hjólaleiðum. Starf mitt hér gerir mér kleift að sameina ást mína á útivist og áhuga minn á hugbúnaðargerð, en mest af öllu gerir það mér kleift að leggja örlítið af mörkum við að skapa heilbrigðari, hamingjusamari og sjálfbærari framtíð.

Xavier Morros

Hönnuður (ár 3)

Hönnuður með áherslu á stafrænar vörur. Ég er með gráðu í grafískri hönnun og hef lokið framhaldsnámi á sviði ritstjórnar.

Hugmyndin um að aðstoða við að leysa vandamál fólks í gegnum hönnun og tækni heillar mig. Ég hef einnig gaman af útivist, einkum klettaklifri og hjólreiðum.

Wikiloc hefur hjálpað mér í langan tíma að njóta útivistar. Sem teymismeðlimur get ég lagt mitt af mörkum við þróun vöru sem hefur mikil áhrif á líf fólks.

Jan Berkel

Farsímaverkfræðingur (ár 3)

Ég lagði stund á tölvunet í Þýskalandi en fékk fljótlega meiri áhuga á að þróa forrit sem keyra ofan á þessum netum. Wikiloc er eitt af þeim forritum: það veitir mörg tækifæri til að eyða tíma utan okkar yfirtengdu sýndarheima.

Uppáhald mitt er að vera á nýjum stað eða landi, á reiðhjólinu mínu hlöðnum einhverjum útilegubúnaði og tjaldi, með óljósa hugmynd um áfangastaðinn. Mér finnst einnig gaman að læra ný orð og tungumál og hið fjöltyngda umhverfi hér fellur fullkomlega saman við það.

Aleix Blanco

Samskipti (ár 2)

Blaðamaður og myndmiðlari með meistaragráðu í blaðamennsku og stafrænum samskiptum frá Universitat Oberta de Catalunya (UOC) auk þess að vera vottaður drónaflugmaður.

Áður en ég komst á topp Wikiloc hóf ég göngu í Principat d'Andorra í stjórnun samfélagsmiðla. Ég var hluti af stafrænu útgáfunni í fjölmiðli í heimabæ mínum, Girona, og starfaði einnig á blaða- og samskiptaskrifstofu fyrir menningaraðila.

Í frítíma mínum, ef ég er ekki að dæma fótboltaleiki, er mig að finna að hlaupa í fjöllunum, hjóla eða á göngu í Pýreneafjöllunum á sama tíma og ég er staðráðinn í að varðveita náttúruna í því skyni að tryggja að komandi kynleiðir geti einnig notið hennar. Okkur eru allir vegir færir þar sem við gerum hlutina saman!

Joan Peracaula

Platform Engineer (ár 2)

Ég útskrifaðist frá Háskólanum í Barcelona af stærðfræði- og tölvunarfræðisviði. Síðasta ár mitt í námi starfaði ég með rannsóknarhópnum Computer Vision and Machine Learning hjá UB. Ég er núna í meistaranámi í gagnavísindum við Universitat Oberta de Catalunya. Gagnagreining er heimur sem þarf að kanna því hann býr yfir miklum möguleikum.

Ég er skáti. Ég hef tilheyrt skáta- og leiðtogahópi frá unga aldri; sem barn, unglingur, skátaforingi og forstöðumaður. Skátahópurinn kynnti mig fyrir gönguferðum, áhugamáli sem ég hef enn gaman af og hef sameinað við fjallahjólreiðar.

Wikiloc er tæknifyrirtæki sem sameinar fagleg áhugamál mín, hugðarefni og gildi. Ég er mjög ánægður með að vera hluti af teymi Wikiloc.

Iñaki Garrido

Gagnavísindamaður (ár 1)

Ég er útskrifaður í stærðfræði og eðlisverkfræði frá Universitat Politècnica de Catalunya. Ég hef brennandi áhuga á stærðfræði og tel hana vera þverlægt verkfæri sem geti hjálpað til við að bæta marga geira samfélagsins.

Uppáhalds ferðamátinn minn er um náttúruna. Ég nýt fjölbreytts landslags og friðarins sem gönguferð um skóginn býður upp á miklu meira en ringulreiðarinnar í borginni. Ég nýt þess einnig að stunda íþróttir eins oft og ég get því þær hjálpa mér að aftengjast og líða betur í mínu daglega lífi.

Wikiloc er fyrirtæki sem mér finnst þægilegt að starfa hjá vegna þess trausts og sveigjanleika sem það veitir starfsmönnunum. Auk þess er sjálfbærni og samfélagssáttmáli lykilstoðir þeirra ákvarðana sem teknar eru hjá Wikiloc, gildi sem mér finnst eiga vel við um mig.

Sergi Vos

Kerfisverkfræðingur (ár 1)

Lokaársnemi í tölvuverkfræði við háskólann í Girona.

Ég hef verið heillaður af tölvunarfræði síðan ég var barn. Hef brennandi áhuga á hackathon og helgarverkefnum, ég er mjög forvitinn um nýja tækni og finnst gaman að læra og búa til nýja hluti. Ég hef haft gaman af forritun í mörg ár og nýlega hef ég einnig þróað með mér mikla ástríðu fyrir dreifðum kerfum, netkerfum og skýinu. Í frítíma mínum les ég gjarnan verkfræðibækur og blogg eða stunda íþróttir.

Nú hefur Wikiloc hjálpað mér um tíma að slappa af um helgar og nú veitir teymi þess mér möguleika á að vaxa og læra.

Fèlix Real

Gagnagreinandi (ár 1)

Ég er útskrifaður í stærðfræði og eðlisverkfræði frá Polytechnic háskólanum í Katalóníu, fæ námsstyrk til að sinna framhaldsnámi við Texas A&M háskólann. Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á stærðfræði og í háskólanum uppgötvaði ég að ég var líka heillaður af forritun.

Frá barnæsku hef ég stundað ýmsar íþróttir, sund er sú íþrótt sem ég hef lagt mestan tíma og orku í. Íþróttir færa mér afslöppun, góða heilsu og ánægju af því að leggja mig fram og ná nýjum áskorunum og ég tel að íþróttir ættu að vera grunnstoð samfélagsins.

Að vera í teymi eins og Wikiloc og vera hluti af þróun forritsins gerir mér kleift að halda áfram að þjálfa mig tæknilega og persónulega og beita þekkingu minni fyrir málefni sem hefur mikið félagslegt gildi svo sem kynningu á íþróttum.

Àlex Garcia

Farsímaverkfræðingur (ár 1)

Upphaflega útskrifaðist ég í viðskiptafræði og stjórnun frá Universitat Oberta de Catalunya og síðar í tölvuverkfræði, einnig frá sama háskóla. Ég uppgötvaði ástríðu mína fyrir forritun tiltölulega seint, sérstaklega við gerð farsímaforrita, en síðan þá hef ég nýtt mér þessa hvatningu til að læra og gera það sem mér finnst skemmtilegast.

Í frítíma mínum æfi ég styrktaræfingar í ræktinni, nánast á hverjum degi. Ég nýt líka kyrrðarinnar sem góðar gönguferðir veita, bæði um borg og fjöll. Og aðeins sjaldnar stunda ég líka fjallahjólreiðar í Serralada Litoral á svæðinu Maresme.

Advisors

Manuel Roca

(ár 12)

Ánægður frumkvöðull bæði í einkalífi og starfi. Hvað faglegu hliðina varðar stofnaði ég atrapalo.com fyrir 13 árum, en ég er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Ég stofnaði einnig með eiginkonu minni verkefni um hópfjármögnun á samfélagsmiðlum, miaportacion.org, til að hjálpa fólki sem er í hættu á að verða fyrir félagslegri útskúfun með grunnþarfir sínar.

Stærsta verkefnið mitt er þó stórfjölskyldan mín sem telur 7 börn. Þeim kenni ég gildi eins og áræði, úthald, frumkvæði og þjónustulund sem eru svo verðmæt fyrir alla þætti lífsins, hvort sem er persónulega eða faglega, þó svo ég læri miklu meira af þeim.

Þar fyrir utan hef ég brennandi áhuga á hjólreiðum og skíðamennsku.

Hr. Roca er eini fjárfestirinn í Wikiloc.

Eduardo Coca

(ár 14)

Þegar ég er ekki í göngum, á hjóli eða að hlaupa í fjöllunum er ég lögmaður á sviði áhættufjármagns og ráðgjafi Wikiloc. Ég hef verið viðriðinn teymið frá upphafi árið 2008 og er núna ritari stjórnar.

Eftir margra ára starf hjá alþjóðlegum lögfræðistofum í London og Madríd stofnaði ég lögfræðistofu á sviði áhættufjármagns og skulda í tengslum við hávaxtafyrirtæki. Ég vinn með mörgum leiðandi sprotafyrirtækjum á Spáni og hjálpa þeim að fara í gegnum mikilvæg atriði í rekstri fyrirtækja og fjármálum, þar á meðal stofnfjár- og áhættufjármögnun, yfirtökur og önnur flókin viðskipti fyrirtækja.

Anna Clarà

Fjármál (ár 1)

Hagfræðingur og endurskoðandi. Gráða í viðskiptafræði og stjórnun við Universitat de Barcelona, löggiltur endurskoðandi á opinberri skrá yfir endurskoðendur reikninga á Spáni (ROAC), og meðlimur í Félagi löggiltra endurskoðenda í Katalóníu.

Starfsreynsla mín hófst sem endurskoðandi hjá KPMG árið 1997. Síðar stækkaði ég faglegt verkefni mitt sem SME-ráðgjafi. Árið 2000 ákvað ég að takast á við mitt eigið persónulega og faglega verkefni til að skapa jafnvægi á milli tveggja ástríðna minna: fjölskyldu minnar og vinnu. Ég opnaði mitt eigið hagfræðingafyrirtæki og varð samstarfsstjóri TAX Sant Feliu, innan hópsins. TAX Economistes i Advocats

Í gegnum feril minn hef é stöðugt verið að gera nýjungar á stafrænu sviði hjá fyrirtækinu og hef notið þess að vinna í teymi með mörgum góðum fagmönnum. Í gegnum árin höfum við Wikiloc haft tvö meginatriði sem tengja okkur saman: tækni og grunngildi okkar. Ég er náttúruunnandi sem nýt þess að fara í gönguferðir og á skíði.

aftur á toppinn ↑
aftur á toppinn ↑

Hefur þú áhuga á því sem við gerum? Gakktu til liðs við okkur!